Mál nr. 31/2021 úrskurður

Riftun leigjanda. Tryggingarfé. Tímabundinn leigusamningur. Ólögmæt riftun.

Aðilar gerðu með sér tímabundinn leigusamning frá 8. maí 2020 til 30. apríl 2021. Þann 10. janúar 2021 lét leigjandi leigusala vita að hann myndi ekki endurnýja leigusamninginn og óskaði eftir því að fá að fara fyrr út úr húsnæðinu. Leigusali óskaði þá eftir tveggja mánaða uppsagnarfresti. Þann 11. janúar lét leigjandi leigusala vita að hann ætlaði að reyna að vera farinn úr íbúðinni 28. febrúar. Leigusali heyrði því næst í leigjanda þann 28. febrúar þar sem leigjandi lét leigusala vita að hann væri fluttur út. Deilt var um endurgreiðslu á tryggingarfé en leigusali neitaði að endurgreiða það þar sem leigusali hafði farið út úr eigninni án þess að fylgja samkomulagi þeirra um tveggja mánaða uppsagnarfrest.

Kærunefndin taldi að leigusala hefði ekki mátt vera það ljóst að samskiptum aðila að leigjanda myndi skila íbúðinn þann 28. febrúar þar sem að orðalag samskiptanna gaf einungis til kynna að hann myndi „reyna“ að vera fluttur út þá. Nefndin taldi að leigjandi bæri hallan af óskýru orðalag og um væri að ræða ólögmæta riftun.

Niðurstaða: Leigusala var heimilt að ráðstafa tryggingarfé fyrir leigu í mars 2021 þar sem honum tókst ekki að leigja íbúðina út í mars.

Leigjendaaðstoðin notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar vistaðar!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á leigjendur.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur