Mál nr. 27/2021 úrskurður

Tímabundinn leigusamningur. Ráðstöfun tryggingarfjár vegna leigu.

Við lok leigutíma óskaði leigjandi eftir endurgreiðslu á tryggingarfé. Leigusali hélt því aftur á móti fram að einn mánuður leigunnar væri ógreiddur og myndi hann því ráðstafa tryggingarfénu til greiðslu vangreiddrar leigu. Leigjandi hafnaði þessu og taldi að komist hefði á samkomulag um að hann myndi fara í ýmsar úrbætur er íbúðin þarfnaðist upp í leigukostnað. Leigusali hafnaði því að einhvers konar samkomulag hefði komist á en var tilbúinn til að endurgreiða útlagðan kostnað ef leigjandi legði fram kvittanir. Reikningar hefðu aldrei borist frá leigjanda og því hafði leigusali haldið eftir öllu tryggingarfénu.

Kærunefndin rakti að leigusala væri heimilt að ráðstafa tryggingarfé vegna vangoldinnar leigu á meðan leigutíma stendur og við lok hans. Nefndin taldi sannað að leigjandi hefði ekki greitt leigu fyrir umræddan mánuð og því væri leigusala heimilt að halda eftir tryggingarfé.

Niðurstaða: Endurgreiðsla tryggingarfjár var hafnað

Leigjendaaðstoðin notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar vistaðar!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á leigjendur.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur