Mál nr. 41/2023

Leigjandi tók einbýlishús á leigu þann 20. ágúst 2022. Um tímabundinn samning var að ræða sem átti að renna sitt skeið á enda þann 20. maí 2023. Strax um haustið 2022 og fram undir vetur varð leigjandi var við músagang í eigninni ásamt öðrum annmörkum. Að sögn leigjanda var hann í samskiptum við leigusala vegna þessara og komst á munnlegt samkomulag milli þeirra um snemmbúin skil á eigninni. Að sögn leigjanda stóð upphaflega til að miða skil við 20. febrúar 2023 en þar sem annar leigjandi sem hafði ætlað að flytja inn hafi þurft að hætta við hafi skilum verið frestað til 20. mars.

Leigjandi flutti þar með úr eigninni á þeim tímapunkti og fór fram á það við leigusala að endugreiða tryggingarfé sem lagt hafði verið fram í upphafi samningsins fyrir réttum efndum.

Tryggingarféð nam þremur leigugreiðslum að fjárhæð alls 540.000 kr. og krafðist leigjandi þess líkt og framangreinir, auk vaxta. Þar fyrir utan krafðist leigjandi þess jafnframt að leigusali greiddi sér 50.000 kr. fyrir vinnu föður leigjanda við gluggalista og útihurð eignarinnar.

Leigusali hafnaði kröfu leigjanda um fulla endurgreiðslu á þeim grundvelli að ekkert samkomulag hefði átt sér stað milli aðila um snemmbúin skil eignarinnar. Samningurinn væri bindandi og rynni sitt skeið á enda þann 20. maí 2023.

Þrátt fyrir að strangar reglur ættu við um ráðstöfun tryggingarfés vegna almennra bótakrafna væri heimild til ráðstöfunar tryggingarfésins upp í vangoldna leigu mun opnari.

Í niðurstöðu nefndarinnar kom fram að ekkert í málgögnum styddi við þá fullyrðingu leigjanda að samkomulag hefði náðst milli aðila um snemmbúin skil. Leigusali hafi reynt að finna annan leigjanda inn í eignina í því skyni að takmarka tjón sitt en það ekki gengið eftir. Af þeim sökum taldi nefndin leigusala heimilt að ráðstafa hluta tryggingarfésins upp í vangoldna leigu frá 21. mars – 20. maí.

Eftirstöðvar tryggingarfjárhæðarinnar að fjárhæð alls 180.000 kr. skyldi leigusali aftur á móti endurgreiða leigjanda ásamt vöxtum og dráttarvöxtum.

Kröfu leigjanda um greiðslu vegna framkvæmda föður síns á íbúðinni og byggði á samkomulagi um ákveðna þóknun var vísað frá þar sem nefndin taldi ágreining þennan ekki falla undir gildissvið húsaleigulaga.

Leigjendaaðstoðin notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar vistaðar!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á leigjendur.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur