Search
Close this search box.

Mál nr. 32/2023

Leigjandi tók íbúð á leigu árið 2021. Henni fylgdi bílskúr sem leigusali leigði sérstaklega út til þriðja aðila og var því undanskilinn í leigusamningnum. Við upphaf leigusambandsins skráði leigusali leigjanda sem nýjan notanda hita og rafmagns.

Leigjanda bárust reikningar fyrir hita og rafmagni og greiddi þá möglunarlaust fyrstu 18 mánuði samningsins. Við álestur á mælum í upphafi árs 2023 kom í ljós mikil umframnotkun og bárust leigjanda tvær kröfur að heildarfjárhæð 362.479 kr. – annars vegar vegna rafmagns að fjárhæð 46.164 kr. og hinsvegar hita að fjárhæð 316.310 kr.

Við skoðun kom í ljós að þessa umframnotkun mátti að langstærstum hluta rekja til bílskúrsins sem stóð utan leigusamnings. Við enn frekari skoðun kom í ljós að upphaflegur leigusali hafi við upphaf leigusamningsins skráð leigjanda sem nýjan notanda bæði vegna íbúðarinnar sem og bílskúrsins en um tvenna sérgreinda mæla var að ræða.

Þegar málið var sótt fyrir nefndinni hafði leigusali selt íbúðina og nýr eigandi tekið yfir öllum réttindum og skyldum samningsins. Leigjandi krafðist viðurkenningar á rétti til endurgreiðslu úr hendi fyrri leigusala sem hafði ranglega skráð hann fyrir mælinum í bílskúrnum.

Kærunefndin hafnaði kröfu leigjanda í ljósi þess að nýr leigusali hefði tekið yfir öllum réttindum og skyldum samningsins og þar með þyrfti leigjandi með réttu að beina umræddri kröfu að nýjum leigusala.

Færi svo að fallist yrði á kröfu leigjanda í slíku máli kynni nýji leigusalinn að eignast endurkröfu á hendur upphaflegs leigusala.

Leigjendaaðstoðin notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar vistaðar!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á leigjendur.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur