Tímabundinn leigusamningur. Ráðstöfun tryggingarfjár vegna leigu.
Við lok leigutíma óskaði leigjandi eftir endurgreiðslu á tryggingarfé. Leigusali hélt því aftur á móti fram að einn mánuður leigunnar væri ógreiddur og myndi hann því ráðstafa tryggingarfénu til greiðslu vangreiddrar leigu. Leigjandi hafnaði þessu og taldi að komist hefði á samkomulag um að hann myndi fara í ýmsar úrbætur er íbúðin þarfnaðist upp í leigukostnað. Leigusali hafnaði því að einhvers konar samkomulag hefði komist á en var tilbúinn til að endurgreiða útlagðan kostnað ef leigjandi legði fram kvittanir. Reikningar hefðu aldrei borist frá leigjanda og því hafði leigusali haldið eftir öllu tryggingarfénu.
Kærunefndin rakti að leigusala væri heimilt að ráðstafa tryggingarfé vegna vangoldinnar leigu á meðan leigutíma stendur og við lok hans. Nefndin taldi sannað að leigjandi hefði ekki greitt leigu fyrir umræddan mánuð og því væri leigusala heimilt að halda eftir tryggingarfé.
Niðurstaða: Endurgreiðsla tryggingarfjár var hafnað