Mál nr. 144/2020 úrskurður

Leigusala heimilt að ganga að tryggingu leigjanda vegna þrifa.

Leigjandi lagði fram skv. leigusamningi ábyrgðartryggingu að fjárhæð 368.000 kr. Við lok leigutíma gerði leigusali kröfu í tryggingu að fjárhæð kr. 236.899 kr. vegna tjóns á hinu leigða og fylgifé. Einnig taldi leigusali að þrif höfðu ekki verið nægileg. Skv. húsaleigulögunum skulu leigjandi og leigusali gera úttekt á ástandi hins leigða áður en afhending fer fram og við lok leigutíma. Leigusali hafði einhliða aflað úttektar á ástandi hins leigða, bæði við upphaf og lok leigutíma. Var úttektin því ekki í samræmi við ákvæði húsaleigulaganna og telur nefndin því úttektina ekki vera fullnægjandi sönnun um að tjón hafi orðið á húsnæði. Nefndin taldi það sannað að þrifum væri ábótavant þar sem leigjandi bauðst til að koma að þrífa íbúðina eftir skil.

Niðurstaða: Leigjandi þarf að greiða úr ábyrgðartryggingu 25.000 kr. vegna þrifa. Kröfu leigusala vegna tjóns á hinu leigða er hafnað.

Leigjendaaðstoðin notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar vistaðar!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á leigjendur.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur