Mál nr. 125/2020 úrskurður

Tímabundinn leigusamningur. Tryggingarfé. Skrifleg krafa.

Aðilar gerðu með sér tímabundinn leigusamning sem rann sitt skeið á enda þann 1. júní 2020. Leigjandi skilaði ekki af sér íbúðinni fyrr en 5. júní. Leigusali kveðst hafa þurft að henda sorpi og þrífa íbúðina sjálfur. Einnig hafi leigusali haft samband við leigjanda munnlega vegna skemmda sem voru á eigninni og hafi leigjandi samþykkt að bera kostnaðinn af tjóninu. Þá hafi leigusali orðið fyrir leigutapi þar hann hafi ekki getað leigt íbúðina út fyrr en 1. júlí. Leigjandi krefst endurgreiðslu á tryggingarfé að fullu.

Í 4. tölul. 1. mgr. 40. gr. húsaleigulaga, nr. 36/1994, segir að leigusali megi ekki ráðstafa tryggingarfé eða taka af því án samþykkis leigjanda nema fyrir liggi endanleg niðurstaða um bótaskyldu leigjanda. Þó sé leigusala jafnan heimilt að ráðstafa tryggingarfénu til greiðslu á vangoldinni leigu, bæði á leigutímanum og við lok hans. Í 4. mgr. 40. gr. húsaleigulaga segir að leigusali skuli svo fljótt sem verða megi og eigi síðar en innan fjögurra vikna frá skilum leiguhúsnæðis gera leigjanda skriflega grein fyrir því hvort hann geri kröfu í tryggingarfé samkvæmt 4. tölul. 1. mgr. eða hafi uppi áskilnað um það, sbr. einnig 1. mgr. 64. gr. Hafi leigusali ekki gert kröfu samkvæmt 1. málsl. skuli hann skila leigjanda tryggingarfénu ásamt vöxtum án ástæðulauss dráttar og skal hann greiða leigjanda dráttarvexti samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu frá þeim degi er fjórar vikur eru liðnar frá skilum leiguhúsnæðis til þess dags er hann skilar tryggingarfénu. Þar sem bótakrafa leigusala í tryggingarféð vegna meintra skemmda barst leigjanda ekki með skriflegum hætti innan framangreindra tímamarka gat nefndin ekki fallist á hana. Álíka reglur eiga aftur á móti ekki við um kröfu vegna vangreiddrar leigu og var leigusala því heimilt að ráðstafa hluta af tryggingarfénu upp í leiguverð fram að skilum, þ.e. til 5. júní.

Niðurstaða: Leigusala er heimilt að draga frá tryggingarfé leigu til 5. júní en öllum öðrum kröfum er hafnað.

Leigjendaaðstoðin notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar vistaðar!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á leigjendur.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur