Aðilar gerðu tímabundinn leigusamning frá 15. mars 2022 til 14. mars 2023 um leigu leigutaka á íbúð. Leigusali vildi að það yrði viðurkennt að leigutaka bæri að greiða bætur að fjárhæð 445.020 kr. vegna skemmda sem urðu á innbúi hins leigða, 483.700 kr. vegna skemmda sem urðu á parketi og hurðarkarmi á leigutíma og 21.290 kr. vegna vangreiddrar leigu. Leigutaki krafðist þess að kröfum leigusalans yrði hafnað. Við upphaf leigutímans lagði leigutaki fram tryggingu að fjárhæð 440.000 kr. Leigusali gerði þá kröfu að honum væri heimilt að ganga að tryggingunni vegna tjónsins en samtals nemur bótakrafa hans 950.010 kr.
- mgr. 40. gr. húsaleigulaga kveður á um að leigusali skuli innan 4 vikna gera leigjenda skriflega grein fyrir því ef hann ætlar að gera kröfu í tryggingu. Taldi kærunefndin leigusala vera inna þeirra marka.
Leigjandi hafnaði því ekki að hafa skilað íbúðinni 5. ágúst 2022 þegar aðilar höfðu samið um 2. ágúst 2022. Féllst því kærunefndin á að leigusala var heimilt að halda eftir 21.290 kr.
Kærunefndin óskaði eftir upplýsingum um hvort aðilar höfðu sameiginlega staðið að úttekt. Leigusali taldi það hafa verið sameiginilega ákvörðun en ekki leigjandi. Af því virtu taldi kærunefndin að gögn málsins staðfestu ekki að úttektin hefði verið aflað á grundvelli 69. gr. húsaleigulaga. Gegn neitun leigjanda á að hafa valdið fyrrgreindum skemmdum taldi kærunefndin að leigjandi hefði ekki náð að sýna fram á réttmæti kröfu sinnar vegna skemmda sem hafi orðið á leiguhúsnæðinu á leigutíma og hafnaði því kærunefndin þessum hluta kröfunnar.
Niðurstaðan var að leigusala var heimilt að halda eftir 21.290 kr. úr tryggingu varnaraðila en að öðru leyti var kröfu leigusala hafnað.