Mál nr. 92/2020 úrskurður

Ótímabundinn leigusamningur. Lok leigutíma. Tryggingarfé. Ofgreidd leiga.

Aðilar gerðu með sér ótímabundinn leigusamning með umsömdum þriggja mánaða uppsagnarfresti 1. janúar 2019. Í febrúar 2020 lét leigjandi leigusala vita að hún hygðist flytja út í mars 2020. Ekki lá fyrir að um riftun eða uppsögn væri að ræða skv. samningi og var því um ólögmæta riftun að ræða. Leigjandi kveðst hafa tvígreitt leigu fyrir febrúar mánuð. Leigusali hafnaði kröfu leigjanda um endurgreiðslu á tryggingarfé og taldi sér heimilt að halda því eftir upp í leigu.

Kærunefndin óskaði eftir staðfestingu frá leigusala um að hann hafi hafist handa við það að auglýsa íbúðina strax og leigjandi lét hann vita að hann hygðist flytja út. Samkvæmt leigusala var eignin ekki leigð út fyrr en í september 2020 en hann lagði ekki fram neina staðfestingu þess efnis að hann hefði reynt að leigja hana út fyrr. Leigusali andmælti heldur ekki þeirri staðhæfingu leigjanda að hann hefði tvígreitt leigu fyrir febrúar. Taldi nefndin því að ofgreidd leiga fyrir febrúar myndi ganga upp í kröfu leigusala um leigubætur. Auk þess komst nefndin að þeirri niðurstöðu að leigusali ætti eingöngu rétt á leigubótum út apríl mánuð og þar með væri eðlilegt að hin ofgreidda leigufjárhæð gengi upp í leigu fyrir þann mánuð. Þar með bæri leigusala að endurgreiða tryggingarféð að fullu ásamt vöxtum.

Niðurstaða: Leigusala ber að endurgreiða tryggingarfé að upphæð 260.000 kr.

Leigjendaaðstoðin notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar vistaðar!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á leigjendur.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur