Mál nr. 90/2022 úrskurður

Leigusali og leigutaki gerðu leigusamning frá 1. mars 2022 til 31. ágúst 2022 um leigu leigutaka á íbúð leigusala. Um var að ræða endurnýjun á fyrri leigusamningi aðila. Ágreiningur snéri að kostnaði vegna þrifa og förgun á búslóð leigutaka við lok leigutíma. Leigutaki krafðist þess að krafa leigusala að fjárhæð 209.008 kr. vegna þrifa og frágangs á leiguhúsnæðinu, verði lækkuð um helming. Leigusali krafðist þess að kröfu leigutaka verði hafnað og að honum sé heimilt að halda eftir 467.789 kr. af tryggingu sóknaraðila.

Við upphaf leigutíma hafði leigutaki lagt fram tryggingarfé að fjárhæð 667.500 kr. Nefndin taldi óumdeilt að leigutaki hafi hvorki lokið þrifum né flutningi á búslóð sinni við lok leigutímans og að leigutaki hafi farið fram á að leigusali klári verkið og dragi kostnað þess frá tryggingunni skv. tölvupóstsamskiptum sem fylgdu með. Leigusali fékk fyrirtæki til þess að annast verkið og gaf það út reikning að fjárhæð 209.008 kr. Það lágu fyrir myndir og kvittanir og með hliðsjón af ofangreindu var ekki séð að um óhóflega verðlagningu væri að ræða.

Leigusali krafðist auk þess viðurkenningar á að honum sé heimilt að halda eftir 242.809 kr. vegna leigu fyrir maí, 13.472 kr. vegna vaxta og 2500 kr. vegna aflýsingar leigusamnings. Kærunefndin taldi óumdeilt á grundvelli 4. tl. 1. mgr. 40. gr. húsaleigulaga að leigusali hafi mátt halda eftir tryggingarfénu vegna leigu í maí. Hins vegar var kröfum leigusala varðandi vexti og aflýsingar hafnað á grundvelli 39. gr. húsaleigulaga.

Niðurstaðan var að leigusala var heimilt að halda eftir 451.817 kr. af tryggingarfé leigutaka.

Leigjendaaðstoðin notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar vistaðar!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á leigjendur.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur