Aðilar gerðu ótímabundinn leigusamning frá 1. nóvember 2020 um leigu leigutaka á íbúð leigusala. Ágreiningur snéri að endurgreiðslu tryggingarfjár og skaðabótakröfu leigusala á hendur leigutaka vegna skemmda sem urðu á hinu leigða á leigutímanum. Leigutaki vildi fá viðurkennt að leigusala bæri að endurgreiða tryggingarfé að fjárhæð 340.000 kr. Leigusali vildi fá viðurkennda skaðabótakröfu á hendur sóknaraðila að fjárhæð 1.414.000 kr.
Leigutaki lagði fram tryggingarfé að fjárhæð 340.000 kr. við upphaf leigutímans. Skv. 4. mgr. 40. gr. þarf leigusali að gera leigjanda skriflega grein fyrir því hvort hann geri kröfu í tryggingarfé, innan fjögurra vikna frá skilum leiguhúsnæðis. Samkvæmt gögnum málsins hafði leigusali ekki gert skriflega kröfu í tryggingarféð innan þess tímaramma. Bar því leigusala að endurgreiða tryggingarféð að fjárhæð 340.000 kr.
Leigusali gerði skaðabótakröfu á hendur leigutaka vegna skemmda sem hafa orðið á hinu leigða á leigutímanum og vegna þrifa við lok leigutíma. Leigusali hélt því fram að skemmdir hefðu orðið á hurðarkarmi, borðplötu og parketi. Skv. 1. mgr. 64. gr. húsaleigulaga þarf leigusali að lýsa skriflega bótakröfu sinni á hendur leigjenda innan fjögurra vikna frá skilum húsnæðis. Kærunefndin spurðist fyrir um hvenær leigusali hafi fyrst lýst bótakröfu sinni á hendur leigjanda og var það 16. nóvember 2022 og því ljóst að það var ekki innan fjögurra vikna markanna.
Leigusala bar því að endurgreiða tryggingarféð og var viðurkenning á skaðabótakröfu leigjenda hafnað.