Search
Close this search box.

Mál nr. 9/2021 úrskurður

Ólögmæt riftun leigusala. Endurgreiðsla leigu. Munnlegur leigusamningur.

Aðilar gerðu með sér munnlegan leigusamning þess efnis að leigjandi fékk herbergi með aðgengi að eldhúsi og baðherbergi í íbúð leigusala til sex mánaða. Leigjandi greiddi við upphaf leigu 95.000 kr. fyrir október mánuð. Leigusali rifti leigusamningi þegar liðnir voru sex dagar af leigutíma á þeirri forsendu að umgengni leigjanda um eldhús og baðherbergi væri of truflandi. Riftunarheimildir leigusala koma fram í 61.gr. húsaleigulaganna en engin þeirra á við um þetta tilvik, aftur á móti féllst leigjandi á riftunina og flutti út þann 10. október. Leigjandi krafðist þess að fá endurgreitt leigu fyrir 11. – 31. október er leigusali hafnaði.

Samkvæmt 3. mgr. 61. gr. húsaleigulaga falla réttindi og skyldur leigusala og leigjanda samkvæmt leigusamningi niður frá dagsetningu riftunar og skal leigjandi rýma húsnæðið þegar í stað nema aðilar semji um annað og skal leigusali þá eiga rétt á greiðslu leigu vegna þess tíma sem líður frá riftun og þar til leigjandi hefur rýmt leiguhúsnæðið samkvæmt samkomulaginu.

Niðurstaða: Leigusala ber að endurgreiða leigjanda leigu vegna 11.- 31. október að fjárhæð 64.365 kr.

Leigjendaaðstoðin notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar vistaðar!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á leigjendur.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur