Mál nr. 89/2022 úrskurður

Leigusali og leigutaki gerðu munnlegan leigusamning um leigu leigusala á herbergi í íbúð. Ágreiningur snýr að kröfu leigutaka um endurgreiðslu á leigu vegna tímabilsins 6. september til 30. september 2022.

Leigutaki kveðst hafa byrjað að leigja herbergi hjá leigutaka 27. maí 2022. Þann 1. september hafði leigutaki greitt leigu. Leigusali og leigutaki hittust næst 5. september og þá hafði leigusali ásakað leigutaka um að greiðslur hefðu borist seint og um óþrifnað. Leigutaki féllst á að flytja út 5. september og fór fram á endurgreidda leigu fyrir september að frádregnum fimm dögum mánaðarins en leigusali hafi hafnað því.

Kærunefnd húsamála taldi að leigusali hafi rift leigusamningi þann 5. september 2022 og að leigutaki hafi fallist á riftun. Af því leiðir að leigutaka verður ekki gert að greiða frekari leigu eftir riftunina. Féllst kærunefnd húsamála á kröfu leigutaka og var leigusala gert að endurgreiða leigu frá 6.- 30. september 2022.

Niðurstaða var að leigusala var gert að endurgreiða leigutaka 66.667 kr. ásamt dráttarvöxtum.

Leigjendaaðstoðin notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar vistaðar!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á leigjendur.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur