Leigusali og leigutaki gerðu munnlegan leigusamning um leigu leigusala á herbergi í íbúð. Ágreiningur snýr að kröfu leigutaka um endurgreiðslu á leigu vegna tímabilsins 6. september til 30. september 2022.
Leigutaki kveðst hafa byrjað að leigja herbergi hjá leigutaka 27. maí 2022. Þann 1. september hafði leigutaki greitt leigu. Leigusali og leigutaki hittust næst 5. september og þá hafði leigusali ásakað leigutaka um að greiðslur hefðu borist seint og um óþrifnað. Leigutaki féllst á að flytja út 5. september og fór fram á endurgreidda leigu fyrir september að frádregnum fimm dögum mánaðarins en leigusali hafi hafnað því.
Kærunefnd húsamála taldi að leigusali hafi rift leigusamningi þann 5. september 2022 og að leigutaki hafi fallist á riftun. Af því leiðir að leigutaka verður ekki gert að greiða frekari leigu eftir riftunina. Féllst kærunefnd húsamála á kröfu leigutaka og var leigusala gert að endurgreiða leigu frá 6.- 30. september 2022.
Niðurstaða var að leigusala var gert að endurgreiða leigutaka 66.667 kr. ásamt dráttarvöxtum.