Search
Close this search box.

Mál nr. 84/2022 úrskurður

1. desember 2022

Aðilar gerðu tímabundinn leigusamning frá 2. febrúar 2022 til 2. janúar 2023 um leigu leigutaka á íbúð leigusala. Ágreiningur er um hvort leigusala sé heimilt að ganga að tryggingu leigutaka vegna viðskilnaðar hans á hinu leigða við lok leigutíma. Leigutaki fer fram á að viðurkennt verði að leigusali eigi ekki rétt á bótum úr hendi leigutaka.

Til tryggingar á réttum efndum á leigusamningi aðila lagði leigutaki fram tryggingu að fjárhæð 360.000 kr. sem hún keypti hjá E ehf. Leigusalar hafa gert kröfu um að þeim sé heimilt að ganga að tryggingunni vegna óviðunandi skila leigutaka á íbúðinni við lok leigutíma.

Leigutaki skilaði leigusala íbúðinni 1. júlí 2022. Leigusalar gerðu kröfu í trygginguna með skilaboðum 5. júlí 2022 þar sem tiltekið var að hún væri tilkomin vegna flutningsþrifa, ferða á Sorpu, parkets, undirlags, þrifa á ísskáp/frysti, þrifa á gardínum, parketlagnar og ísskáps. Samtals nam krafan 343.850 kr.

Fyrir liggur að leigutaki hvorki hafnaði né féllst á kröfu leigusala innan fjögurra vikna frá þeirri dagsetningu sem krafan kom fram. Þar sem leigutaki svaraði kröfunni ekki innan lögákveðinna tímamarka, þ.e. innan fjögurra vikna telst hann hafa samþykkt hana.

Niðurstaða: Kröfum leigutaka hafnað.

Leigjendaaðstoðin notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar vistaðar!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á leigjendur.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur