Mál nr. 80/2022 úrskurður

Aðilar gerðu tímabundinn leigusamning frá 8. október 2021 til 8. október 2022 um leigu leigutaka á einbýlishúsi leigusala. Ágreiningurinn snerist um hvort að leigusala var heimilt að halda eftir tryggingarfé leigutaka og ganga að bankaábyrgð vegna vangoldinnar leigu. Leigutaki vildi fá viðurkennt að leigusali bæri að endurgreiða honum tryggingarfjárhæð að ábyrgð 720.000 kr. og að honum væri óheimilt að fá greidda bankaábyrgð að fjárhæð 360.000 kr. Leigusali krafðist þess að kröfum leigutaka yrði hafnað.

Leigutaki sendi leigusala tölvupóst 11. maí 2022 þar sem hann hafði upplýst um raka eða myglu í einu herbergi og á gangi. Kærunefndin taldi leigutaka hafa rift leigusamningi á þeim tíma á grundvelli þess að hún taldi vera myglu í húsnæðinu. Kærunefndin vísaði í 3. tl. 1. mgr. 60. gr. húsaleigulaga um að leigjanda sé heimilt að rifta leigusamningi ef húsnæði teljist heilsuspillandi að mati heilbrigðisyfirvalda. Það lágu engin gögn fyrir frá heilbrigðisyfirvöldum um húsnæðið auk þess sem leigutaki hafði boðist til að sýna tilvonandi leigjendum húsnæðið en taldi nefndin að með því að hafa boðist til þess hafi leigutaki talið húsnæðið íbúðarhæft. Kærunefndin taldi því leigutaka ekki hafa verið heimilt að rifta samningi. Kærunefndin taldi að leigusali hafði ekki gert kröfu í bankaábyrgð leigusala innan fjögurra vikna skv. 7. mgr. 40. gr. húsaleigulaga og var því ekki heimilt að fá greidda bankaábyrgð að fjárhæð 360.000 kr.

Niðurstaðan var að leigusala var heimilt að halda eftir tryggingarfé leigutaka að fjárhæð 720.000 kr. vegna vangoldinnar leigu.

Leigjendaaðstoðin notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar vistaðar!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á leigjendur.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur