Mál nr. 72/2022 úrskurður

Aðilar gerðu tímabundinn leigusamning frá 1. október 2020 til 30. apríl 2022 um leigu leigutaka á íbúð leigusala. Ágreiningur er um bótakröfu á hendur leigutaka vegna skemmda sem hafa orðið á hinu leigða á leigutímanum.

Leigusali gerir kröfu um viðurkenningu á því að leigutaki beri að greiða reikning að fjárhæð 150.000 kr. vegna förgunar á skáp, sem leigutaki hafi skilið eftir við lok leigutímans, skemmda á hurð og baðherbergisskápi. Leigusali var ekki viðurstaddur úttekt á húsnæðinu eins og honum ber að gera skv. 1. mgr. 69. gr. húsaleigulaga.

Leigusali fullyrti að það hefði þurft að farga skáp í eigu leigutakans en óljós gögn studdu það. Var því fyrirspurn beint til leigutaka en engin svör bárust kærunefndinni. Féllst því kærunefndin á kröfu leigusala um að leigutaki þyrfti að greiða 20.000 kr. vegna förgunarinnar. Leigutaki hefur viðurkennt að hurð hafi eyðilagðist í flutningum og hafði fallist á að greiða vegna þessa og var því fallist á kröfu leigusala um greiðslu kostnaðar vegna viðgerðar á henni.

Óumdeilt var milli aðila að spegill á baðherbergisskápi hafi brotnað. Leigutaki taldi sig ekki hafa valdið þeim skemmdum heldur hafi hurðin brotnað og að við það hefði spegilinn brotnað. Var leigutaki ekki tilbúinn að greiða 50.000 kr. fyrir það. Engin gögn lágu fyrir í málinu um ástands skápsins við upphaf leigutíma og heldur ekki hvort að það hefði verið möguleiki á að skipta einungis um spegilinn en ekki allan skápinn. Með hliðsjón af því taldi kærunefndin að sanngjarnar bætur vegna nýs spegils væru 15.000 kr.

Niðurstaðan var að leigutaka bar að greiða leigusala 115.000 kr.

Leigjendaaðstoðin notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar vistaðar!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á leigjendur.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur