Mál nr. 72/2019 úrskurður

Aðilar gerðu tímabundinn leigusamning frá 1. maí 2017 til 1. september 2017 um leigu á íbúð. Samkvæmt leigusamningi aðila greiddi leigjandi tryggingarfé að fjárhæð 510.000 kr. til tryggingar á réttum efndum á leigusamningnum. Leigutíma lauk 18. ágúst 2017. Við lok leigutíma upplýsti leigusali símleiðis að hann hygðist ekki endurgreiða leigjanda tryggingarféð á þeirri forsendu að þörf væri á viðgerðum vegna skemmda á parketi á leigutíma. Þann 19. ágúst óskaði leigjandi eftir endurgreiðslu tryggingarfjárins og endurgreiðslu leigu vegna tímabilsins eftir skil íbúðarinnar. Í tölvupósti til leigjanda 12. september 2017, óskaði leigusali eftir reikningsnúmeri og kennitölu svo hægt væri að endurgreiða það sem  eftir stæði af tryggingunni. Að sögn leigjanda hafði hann aftur á móti ekki fengið tölvupóstinn.

Kærunefnd taldi að tölvupóstur leigusala með beiðni um upplýsingar um reikningsnúmer til að greiða hluta tryggingarfjár inn á leigjanda gæti ekki talist nógu skýr til að uppfylla skilyrði húsaleigulaga um að leigusali hafi lýst bótakröfu sinni skriflega eða haft uppi áskilnað þar að lútandi innan fjögurra vikna frá skilum húsnæðisins. Bar leigusala af þeirri ástæðu að skila leigjanda tryggingarfénu að fjárhæð 510.000 ásamt vöxtum.

Samkvæmt tímabundnum leigusamningi aðila átti leigutíma að ljúka 31. ágúst 2017. Kærunefnd taldi óumdeilt að leigjandi greiddi fulla leigu vegna ágúst 2017 og að það var að beiðni leigusala sem hann skilaði hinu leigða 19. ágúst 2017. Kærunefnd taldi því að leigusali hefði ekki haft heimild til að krefjast afhendingar hins leigða húsnæðis fyrir umsamin leigulok. Þá hafi hann ekki haft heimild til að krefja um greiðslu leigu eftir að leigjandi afhenti eignina að  beiðni leigusala.  Þegar af þeirri ástæðu bar leigusala að endurgreiða leigjanda leigu vegna tímabilsins 19.-31. ágúst 2017

Niðurstaða: Leigusala bar að endurgreiða leigjanda tryggingarfé að fjárhæð 510.000 kr. ásamt vöxtum og leigu fyrir 19-31. ágúst.

Leigjendaaðstoðin notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar vistaðar!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á leigjendur.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur