Mál nr. 24/2021 úrskurður

Aðilar gerðu tímabundinn leigusamning frá 15. júní 2020 til 31. maí 2021. Ágreiningur laut að því hvort að leigjandi ætti rétt á afslætti á leiguverði eða fá leigu fellda niður vegna hávaða sem stafaði frá framkvæmdum við húsið. Leigjandi sagði að við undirritun leigusamnings hefði honum verið tjáð, og að fram k í leigusamningnum, að framkvæmdir stæðu yfir á húsinu. Hins vegar hafi hann ekki vitað að leigusali ætlaði að búa til auka herbergi í kjallara út frá bílskúr en þar var unnið með borvél á klöpp.

Leigusali hafði sagt að vinna með tækinu ætti að klárast í lok sumars en hins vegar hefðu framkvæmdirnar og hávaðinn staðið fram til byrjun árs 2021. Leigjandi hafi síendurtekið beðið leigusala um að laga þetta en ekkert breyst. Stanslaus hávaði stafaði af framkvæmdunum þar sem unnið var með borvél frá kl. 8:00 á morgnanna, 6 daga vikunnar en leigusali hafði sagt að framkvæmdirnar myndu ekki hefjast fyrr en kl. 10:00. Leigjandi kvartaði til leigusala og óskaði eftir afslætti af leiguverðinu þar sem hann neyddist til að finna sér nýtt húsnæði á meðan framkvæmdunum stóð.

Kærunefndin taldi að óumdeilt væri að framkvæmdirnar voru hafnar þegar leigusali gekk inn í leigusamninginn og sérstakur fyrirvari var í leigusamningi um framkvæmdirnar. Leigusali hafði óskað eftir upplýsingum um vinnutíma leigjanda til að reyna að koma til móts við hann. Leigjanda tókst ekki að sýna fram á að leigusali hefði lofað að framkvæmdirnar skyldu ekki hefjast fyrr en kl. 10:00 en ekki á hefðbundnum skrifstofutíma og yrði hann þ.a.l. að bera hallan af þeim sönnunarskorti.

Niðurstaða: Kærunefnd taldi að leigjanda hafi ekki tekist að sýna fram á að húsnæðið hefði verið í öðru ástandi en lýst var í leigusamningi eða að hann ætti rétt til lækkunar leigu vegna framkvæmdanna.

Leigjendaaðstoðin notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar vistaðar!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á leigjendur.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur