Mál nr. 67/2019 úrskurður

Aðilar gerðu tímabundinn leigusamning frá 1. janúar 2019 til 5. maí 2019 um leigu á íbúð. Leigusali hélt eftir tryggingarfé leigjanda að fjárhæð 100.000 kr. á þeirri forsendu að leigjandi hafi valdið skemmdum á hinu leigða á leigutíma

Leigutíma lauk 1. maí 2019 og skilaði leigjandi íbúðinni þann dag. Leigjandi óskaði eftir endurgreiðslu tryggingarfjárins 1. maí 2019 og ítrekaði þá beiðni 7. maí 2019. Samkvæmt samskiptum aðila 10. maí 2019 hugðist leigusali ekki endurgreiða tryggingarféð vegna skemmda á hurð og miðaði því kærunefnd við að leigusali hafi gert kröfu í tryggingarféð þann dag. Leigjandi hafnaði kröfunni og ítrekaði beiðni um endurgreiðslu tryggingarfjárins með rafrænum skilaboðum 23. maí 2019.

Kærunefnd taldi að á þeim tímapunkti hafi leigusala mátt vera ljóst að ágreiningur var um bótaskyldu leigjenda. Þar sem leigusali vísaði ágreiningi um bótaskyldu leigjanda hvorki til kærunefndar húsamála né höfðaði mál um bótaskylduna innan fjögurra vikna frá þeim degi, bar honum að skila leigjanda tryggingarfénu ásamt vöxtum án ástæðulauss dráttar.

Niðurstaða: Leigusala bar að skila leigjanda tryggingafénu að fjárhæð 100.000 kr.

Leigjendaaðstoðin notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar vistaðar!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á leigjendur.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur