Aðilar gerðu tímabundinn leigusamning frá 1. janúar 2019 til 5. maí 2019 um leigu á íbúð. Leigusali hélt eftir tryggingarfé leigjanda að fjárhæð 100.000 kr. á þeirri forsendu að leigjandi hafi valdið skemmdum á hinu leigða á leigutíma
Leigutíma lauk 1. maí 2019 og skilaði leigjandi íbúðinni þann dag. Leigjandi óskaði eftir endurgreiðslu tryggingarfjárins 1. maí 2019 og ítrekaði þá beiðni 7. maí 2019. Samkvæmt samskiptum aðila 10. maí 2019 hugðist leigusali ekki endurgreiða tryggingarféð vegna skemmda á hurð og miðaði því kærunefnd við að leigusali hafi gert kröfu í tryggingarféð þann dag. Leigjandi hafnaði kröfunni og ítrekaði beiðni um endurgreiðslu tryggingarfjárins með rafrænum skilaboðum 23. maí 2019.
Kærunefnd taldi að á þeim tímapunkti hafi leigusala mátt vera ljóst að ágreiningur var um bótaskyldu leigjenda. Þar sem leigusali vísaði ágreiningi um bótaskyldu leigjanda hvorki til kærunefndar húsamála né höfðaði mál um bótaskylduna innan fjögurra vikna frá þeim degi, bar honum að skila leigjanda tryggingarfénu ásamt vöxtum án ástæðulauss dráttar.
Niðurstaða: Leigusala bar að skila leigjanda tryggingafénu að fjárhæð 100.000 kr.