Mál nr. 60/2022 úrskurður

11. október 2022

Aðilar gerðu tímabundinn leigusamning með gildistíma frá 19. ágúst 2021 til 22. ágúst 2022. Um er að ræða húsnæði sem leigt er til námsmanna. Ágreiningur er um hvort leigutaki beri að greiða leigu í þrjá mánuði eftir að hún sagði leigusamningnum upp í lok mars 2022.

Gögn málsins sýna að leigutaki hafi óskað eftir flutningi í aðra íbúð á vegum leigusala í janúar 2022 en beiðninni verið synjað. Leigusamningur aðila var tímabundinn með gildistíma til 22. ágúst 2022 en leigusali féllst á uppsögn með þriggja mánaða uppsagnarfresti þannig að leigutíma lyki 30. júní. Ljóst er samkvæmt framanröktum ákvæðum að leigutaki var bundin af leigusamningi aðila út þann uppsagnarfrest.

Leigutaki kveður myglu hafa verið í íbúðinni og gerði hún athugasemdir þar um á uppsagnarfresti en engar athugasemdir höfðu áður borist frá leigutaka vegna ástands íbúðarinnar. Leigusali brást við athugasemdunum með því að framkvæma skoðun á íbúðinni sem hann kveður hafa leitt í ljós að ekki væri mygla í henni. Leigutaki lagi fram fram jákvæða niðurstöðu pro-clean mygluprófs sem hún tók úr glugga í íbúðinni sínu máli til stuðnings. Riftun á grundvelli 3. tölul. 1. mgr. 60. gr. húsaleigulaga er háð því skilyrði að eignin teljist heilsuspillandi að mati heilbrigðisyfirvalda en ekkert liggur fyrir um það í málinu.

Leigutaki bendir á að almennt ástand á leigumarkaðnum sé slíkt að hægur leikur hefði átt að vera fyrir leigusala að finna þegar nýja leigjendur. Í þessu tilliti ber þó að hafa hliðsjón af því að leigusali annast útleigu til afmarkaðs hóps leigjenda, þ.e. háskólanema. Einnig bendir leigusali á í greinargerð sinni, dags. 25. júlí, að íbúðin sé ekki enn komin í útleigu en þrír einstaklingar hafi neitað boði um hana í júlí. Með hliðsjón af gögnum málsins telur kærunefnd að leigusali hafi uppfyllt skyldur sínar samkvæmt 2. mgr. 62. gr. húsaleigulaga.

Niðurstaða: Kröfum leigutaka hafnað.

Leigjendaaðstoðin notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar vistaðar!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á leigjendur.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur