Mál nr. 6/2023:

Aðilar gerðu tímabundinn leigusamning frá 1. október 2022 til 1. október 2023 um leigu. Ágreiningur snéri að afslætti af leigu, kostnaði vegna geymslu á búslóð í eigu leigutaka, kostnað vegna kattar leigusala, lok leigutíma sem og viðgerð á þvottavél í eigu leigusala. Leigutaki krafðist þess að viðurkennt verði að leigusala beri að endurgreiða leigu vegna tímabils 14. desember 2022 til 17. janúar 2023. Einnig að viðurkennt verði að leigusala beri að greiða kostnað vegna geymslu á búslóð hennar, sem og kostnað vegna umhirðu kattar hennar. Þá gerir leigutaki kröfu um að leigusala beri að hætta að áreita hana með tölvupóstum, leigusala beri að samþykkja boð hennar verði styttur þar til hún finni viðeigandi húsnæði, leigusala beri að fá fagaðila til að lagfæra þvottavél og fjarlægja rúm úr hinu leigða. Leigusali krafðist þess að kröfum leigutaka um endurgreiðslu á leigu og kostnað vegna geymslu verði hafnað. Leigusali felst að hluta að kröfu leigutaka um greiðslu kostnaðar vegna kattarins en krafðist að öllum öðrum kröfum verði vísað frá kærunefnd. Óumdeilt var að tjón hafi orðið á lögnum í hinu leigða 14. nóvember með þeim afleiðingum að það varð vatnslaust í íbúðinni til 12. desember og sturtan var ónothæf til 17. janúar 2023. Leigusali taldi að samkomulag milli aðila um niðurfellingu á leigu á meðan íbúðin var vatnslaus en leigutaki taldi að það yrði þar til viðgerð á sturtu yrði lokið. Kærunefndin taldi að gögn málsins staðfesti ekki annað en að samkomulag aðila hafi náð til niðurfellingu á leigu á meðan vatnslaust væri í íbúðinni en þess utan virðist sem viðgerð á sturtu hafi verið frestað fram yfir áramót að ósk leigutaka. Var því kröfu leigutaka um viðurkenningu að fella beri niður leigu tímabilið 14. desember til 17. janúar 2023 hafnað. Kærunefndin hafnaði kröfu leigutaka um greiðslu vegna leigu á geymslu þar sem ákvörðun um leigu á geymslu var tekin einhliða af leigutaka. Þá féllst kærunefndin ekki á að leigusala yrði gert að fjarlægja rúm úr hinu leigða enda lýsti hún sjálf í kæru sinni að samkomulag hafi verið um að það yrði í íbúðinni. Kærunefndin  taldi óumdeilt að leigusali skyldi greiða kostnað vegna umhirðu kattarins en taldi engin gögn styðja það að kötturinn hafi valdið tjóni á eigum sóknaraðila og var ekki fallist á þá kröfu. Kærunefndin féllst ekki á kröfu leigutaka um viðgerð á þvottavél þar sem ekki hafi verið samið sérstaklega um að þvottavélin fylgdi hinu leigða. Kröfu leigutaka um að nefndin viðurkenni að leigusala beri að hætta að áreita hana með tölvupóstum var vísað frá enda byggði hún ekki á ákvæðum húsaleigulaga. Í lokinn taldi kærunefndin sig ekki hafa neinar heimildir til að taka afstöðu til kröfugerðar um hvenær eðlilegt sé að leigusambandi þeirra ljúki og var kröfunni vísað frá.

Leigjendaaðstoðin notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar vistaðar!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á leigjendur.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur