Mál nr. 27/2023:

Aðilar gerðu ótímabundinn leigusamning frá 1. febrúar 2018 um leigu á íbúð sem útbúin var í bílskúr. Ágreiningur snéri að skaða- og miskabótakröfu leigusala á hendur leigutaka á þeirri forsendu að skemmdir hafi orðið á hinu leigða á leigutíma. Leigusali krafðist þess að viðurkennt yrði að leigutaka yrði gert að greiða skaðabætur að fjárhæð 743.390 kr. vegna skemmda sem höfðu orðið á hinu leigða á leigutíma. Leigutaki krafðist þess að málinu yrði vísað frá. Til vara að kröfur leigusala yrðu lækkaðar verulega. Auk þess krafðist leigutaki þess að leigusala yrði gert að greiða leigutaka málskostnað að skaðlausu vegna málsins, samtals fjárhæð 230.392 kr. Leigusali krefst bóta fyrir skemmda sem hún kveður hafa orðið á eldhúsinnréttingu, vegg, hurð, sturtuklefa, salerniskassa, ísskáp og eldavél og að slíkar skemmdir séu óháðar vatnstjóni sem varð á íbúðinni á leigutíma. Einnig krafðist hún bóta vegna myglu sem hún taldi leigutaka vera ábyrga fyrir. Fallist var á frávísunarkröfu leigutaka á miskabótakröfu leigusala þar sem það fellur utan valdsviðs nefndarinnar að taka afstöðu til hennar. Að öðrum hluta kröfunnar þá lág fyrir að sameiginleg úttekt var ekki gerð við lok leigutíma en báðir aðilar leggja í sitthvoru lagi fram myndir til að sýna ástand hins leigða. Leigutaki hafnaði með öllu kröfum leigusala og taldi að um hefðbundin slit á hinu leigða væri að ræða, að undanskildu að glerhurð á ofni eldavélar hafi brotnað sem hún taldi sína ábyrgð. Kærunefndin taldi að gögn málsins gætu ekki staðfest að skemmdir hafi orðið á hinu leigða eða að leigusali hafi sýnt fram á fjártjón vegna skila leigutaka á hinu leigða enda var úttektar ekki aflað í samræmi við XIV. kafla húsaleigulaga. Óumdeilt er að leigutaki beri ábyrgð á tjóni vegna glerhurðar á ofni eldavélar. Kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að leigutaki beri að greiða 30.000 kr. í skaðabætur vegna glerhurðar á eldavélinni. Hins vegar var miskabótakröfu leigusala vísað frá og málskostnaðarkröfu leigutaka hafnað.

Leigjendaaðstoðin notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar vistaðar!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á leigjendur.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur