Search
Close this search box.

Mál nr. 59/2019 úrskurður

Aðilar gerðu tímabundinn leigusamning frá 1. september 2018 til 1. september 2019 um leigu á íbúð. Til tryggingar á réttum efndum á leigusamningi lagði leigjandi fram tryggingu að fjárhæð 420.000 kr. Með tölvupósti til leigusala 6. janúar 2019 til óskaði leigjandi eftir að losna undan leigusamningnum 1. apríl 2019 vegna flutnings erlendis. Leigusali hafnaði þessari beiðni. Nokkrum dögum síðar ræddu aðilar saman símleiðis en svo virðist sem skilningur þeirra á því sem þar fór þeirra á milli hafi ekki verið hinn sami. Að sögn leigusala kom honum í  opna skjöldu að leigjandi hafi viljað losna fyrr undan leigusamningi og að hann hafi ekki veitt samþykki sitt fyrir því. Leigjandi taldi aftur á móti að leigusali hefði fallist á að leigutíma lyki fyrr og þar með hafi hann hagað málum sínum í samræmi við það.

Kærunefnd taldi að ekki væru sérstakar forsendur, atvik eða aðstæður nefndar í leigusamningnum sem heimiluðu uppsögn leigjanda á leigutíma.

Þrátt fyrir að leigjandi hafi sent leigusala áðurnefnt bréf í janúar 2019 með beiðni um að leigutíma lyki fyrr taldi kærunefnd gögn málsins ekki benda til þess svo ótvírætt hafi verið að leigusali hafi fallist á hana. Leigjanda hafi því ekki tekist að sanna að samkomulag hafi komist á með aðilum um lok leigusamnings. Kærunefnd taldi að um væri að ræða ólögmæta riftun og bar leigjandi að greiða leigusala bætur sem jafngiltu leigu út samningsbundinn leigutíma. Aftur á móti náði leigusali að takmarka tjón sitt með því að nýir leigjendur tóku við húsnæðinu 12. maí 2019. Taldi því kærunefnd að leigjanda bæri að greiða bætur sem námu leigugreiðslum frá 1. apríl 2019 til 12. maí 2019 að fjárhæð 291.288 kr.

Með tölvupósti 15. maí 2019 gerði leigusali kröfu í trygginguna á þeirri forsendu að skemmdir hafi orðið á hinu leigða á leigutíma. Kærunefnd taldi að miða bæri við að húsnæðinu hafi verið skilað 9. apríl 2019 enda sýndu gögn málsins fram á að leigusali hafði verið í húsnæðinu þann dag og ljóst að hann hafði þá vitneskju um að leigjandi hefði þegar verið flutt úr landi. Að því virtu taldi kærunefnd ljóst að krafa leigusala væri of seint fram komin þar sem hún var ekki gerð innan fjögurra vikna frá skilum húsnæðisins.

Niðurstaða: Leigjanda bar að greiða leigusala leigubætur vegna tímabilsins 1. apríl 2019 til 12. maí 2019 að fjárhæð 291.288 kr. Kröfu leigusala í tryggingu vegna skemmda á hinu leigða var hafnað.

Leigjendaaðstoðin notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar vistaðar!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á leigjendur.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur