Mál nr. 56/2019 úrskurður

Aðilar gerðu tímabundinn leigusamning frá 1. september 2018 til 31. maí 2019, um leigu á húsi. Að sögn leigusala hafi hinu leigða fylgt heitur pottur. Við úttekt, sem aðilar gerðu saman í september 2018, hafi potturinn verið í fullkomnu lagi. Leigjandi hafi haft samband við leigusala 29. apríl 2019 og upplýst að sprunga hafi komið í pottinn og spurði hvort það væri ekki hægt að kítta í það. Leigusali tók mynd af sprungunni og sendi á fyrirtæki sem sérhæfir sig í heitum pottum. Svar frá fyrirtækinu var að eitthvað þungt hefði dottið ofan í pottinn með þeim afleiðingum að sprungan hafi myndast og var sérstaklega tekið fram að ekki væri um að ræða galla í pottinum eða sprungu vegna hitabreytinga. Leigusali krafðist þess að leigjandi bæri að greiða honum 450.000 kr. vegna skemmda sem urðu á heita pottinum á leigutíma. Leigjandi kvaðst ekki ábyrgð á sprungunni og vísaði til þess að sumarið 2018 hafi pottinum verið breytt úr rafmagnspotti í hitaveitupott þar sem boruð hafi verið göt í hann til þess að koma fyrir pípulögnum og stútum. Sprungan sé út frá einu af þeim götum sem boruð hafi verið.

Kærunefnd taldi að þar sem ekki lá fyrir álit hlutlauss sérfróðs aðila um orsakir þess að sprungur komu fram í pottinum hafði leigusali ekki sýnt fram á að tjónið var af völdum leigjanda eða annarra sem hann hafði leyft afnot af húsnæðinu.

Niðurstaða: Kröfu leigusala var hafnað.

Leigjendaaðstoðin notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar vistaðar!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á leigjendur.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur