Mál nr. 54/2019 úrskurður

Aðilar gerðu tímabundinn leigusamning frá 15. júlí 2018 til 15. ágúst 2019, um leigu á íbúð. Samkvæmt leigusamningi aðila greiddi leigjandi tryggingarfé að fjárhæð 560.000 kr. við upphaf leigutíma. Leigusamningur gerði ráð fyrir því að leigutíma lyki 15. ágúst 2019 en samkvæmt rafrænum samskiptum aðila komust þeir að samkomulagi um að leigutíma lyki fyrr eða 15. apríl 2019. Leigjandi skilaði íbúðinni athugasemdalaust þann dag og var íbúðin leigð út að nýju frá 1. maí 2019. Aðilar komust að samkomulagi um að leiga fyrir apríl 2019 yrði lækkuð í 200.000 kr. vegna ástands íbúðarinnar og innti leigjandi þá greiðslu af hendi. Þannig  greiddi leigjandi leigu til 30. apríl 2019 en nýir leigjendur tóku við íbúðinni 1. maí 2019.

Leigjandi óskaði eftir endurgreiðslu tryggingarfjárins með rafrænum skilaboðum 15. apríl 2019 og var beiðnin ítrekuð næsta dag. Leigusali svaraði síðari skilaboðunum samdægurs og tók fram að hann hefði mánuð til að endurgreiða trygginguna en hann ætti eftir að fara betur yfir íbúðina. Hinn 14. maí 2019 gerði leigusali svo kröfu í tryggingarféð með tölvupósti á þeirri forsendu að íbúðin hafi verið íbúðarhæf á leigutíma ólíkt því sem leigjandi hafði haldið fram. Þar af leiðandi héldi hann eftir fjárhæð sem samsvaraði tveggja mánaða leigu.

Íbúðinni var skilað 15. apríl 2019 og gerði leigusali kröfu í tryggingarféð 14. maí 2019. Kærunefnd taldi því ljóst að krafan var ekki gerð innan fjögurra vikna frá skilum íbúðarinnar. Þar sem leigusali gerði ekki kröfu í tryggingarféð eða hafði uppi áskilnað um það innan lögbundins frests bar honum þegar af þeirri ástæðu að skila leigjanda tryggingarfénu ásamt vöxtum, án ástæðulauss dráttar.

Leigjandi gerði einnig kröfu um að viðurkennd yrði lækkun leigu fyrir mars 2019 um 80.000 kr. vegna ástands íbúðarinnar og leigusala bæri að endurgreiða þá fjárhæð en aðilar komust að samkomulagi um 80.000 kr. afslátt á leigu vegna apríl sökum þess. Kærunefnd taldi að þar sem ekki var gerð úttekt á íbúðinni væri ekki hægt að fallast á kröfu leigjanda.

Niðurstaða: Leigusala bar að endurgreiða leigjanda trygginguna að fjárhæð 560.000 kr.

Leigjendaaðstoðin notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar vistaðar!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á leigjendur.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur