Mál nr. 53A/2022 úrskurður

1. desember 2022

Aðilar gerðu tímabundinn leigusamning frá 26. ágúst 2021 til 31. ágúst 2023 um leigu leigutaka á íbúð leigusala. Ágreiningur er um endurgreiðslu tryggingarfjár og hvort leigutaka beri að greiða leigu fyrir tímabilið 22. apríl 2022 til 30. júní 2022.

Samkvæmt leigusamningi aðila lagði leigutaki fram tryggingarfé að fjárhæð 280.000 kr. til tryggingar á réttum efndum á leigusamningnum og nemur sú fjárhæð einni mánaðarleigu. Í leigusamning aðila var samið um þriggja mánaða uppsagnarfrest af beggja hálfu yrðu breytingar á búsetu aðila á leigutíma, svo sem fengju þau ný störf eða flyttu úr eða til landsins.

Leigutaki taldi að leigusali hefði fallist á að leigutíma lyki 21. apríl 2022, sama dag og hún hafi skilað lyklum að íbúðinni. Gögn málsins sýna aftur á móti að leigusali hafi gert ráð fyrir að leigutíma lyki að liðnum þriggja mánaða uppsagnarfresti, enda ítrekaði hún það eftir að hafa verið upplýst um að íbúðinni yrði skilað 21. apríl. Einnig sýna gögnin að hún hafi fallist á að taka við lyklunum téðan dag, enda verið upplýst um að sóknaraðili og fjölskylda hans væru að yfirgefa landið. Gögn málsins styðja þannig ekki að samkomulag hafi verið með aðilum um að leigutíma lyki fyrir uppsagnarfrest og mátti leigutaki þannig ekki vænta þess að honum bæri ekki að greiða leigu frá 22. apríl.

Niðurstaða: Fallist er á kröfu leigusala um að leigutaka beri að greiða leigu vegna júní 2022 að fjárhæð 280.000 kr.

Leigjendaaðstoðin notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar vistaðar!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á leigjendur.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur