Search
Close this search box.

Mál nr. 33/2022 úrskurður

Aðilar gerðu með sér tímabundinn leigusamning frá 1. júlí 2021 til 1. mars 2022 um leigu á íbúðarhúsnæði. Ágreiningur varð vegna kröfu leigusala í tryggingu leigjanda vegna ástands á hin leigða við skil. Við  upphaf leigutíma lagði leigjandi fram tryggingu hjá Leiguskjól ehf. að fjárhæð 420.000 kr.

Leigjandi óskaði eftir því að fá að vera lengur í húsnæðinu vegna þess að móðir hans var í líkandi meðferð og stutt væri í andlát hennar. Samþykkti leigusali það og bauð leigjanda að dvelja til 4. mars honum að kostnaðarlausu. Leigjandi sendir skilaboð á leigusala  og lætur vita að skil muni dragast um nokkrar klukkutíma. Leigjanda svarar ekki skilaboðum leigusala eftir þetta. Næsta dag fer leigusali í íbúðina sem er ólæst, illa lyktandi og óþrifin. Einnig voru í íbúðinni húsgögn og húsmunir í eigu leigjanda. Komið hafi svo í ljós við þrif að tjón var á eigninni sem ekki gæti talist vera venjulegt slit. Leigjandinn greip ekki til varnar fyrir nefndinni og því byggði nefndin úrlausn sína á fyrirliggjandi gögnum er leigusali lagði fram.

Kærunefndin rakti ferlið við að leggja fram kröfu í tryggingarfé samkvæmt húsaleigulögum og þá tímafresti sem um það gildir. Rakið var að leigusali hafi gert skriflega kröfu í tryggingu leigjanda fyrir 412.463 kr.  innan fjögurra vikna frá skilum á hinum leigða. Leigjandi samþykkti kröfu upp á 122.419 kr. en hafnaði rest. Fram kom að hvorki hafi farið fram úttekt við upphaf né lok leigutíma. Taldi nefndin þó að myndir er lagðar voru fram í málinu sýni ástand eignar við lok leigutíma. Engar skýringar hafi verið gefnar er leigjandi hafnaði greiðsluskyldu en nefndin telur að á leigjanda hvíli skylda til þess.

Niðurstaða: Leigusala er heimilt að ganga að tryggingu leigjanda að fjárhæð 412.463 kr.

Leigjendaaðstoðin notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar vistaðar!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á leigjendur.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur