Search
Close this search box.

Mál nr. 32/2022 úrskurður

Aðilar gerðu leigusamning um leigu íbúðarhúsnæðis frá 1. desember 2021 til 30. nóvember 2024. Áður hafði leigjandi haft til leigu annað íbúðarhúsnæði hjá leigusala. Ágreiningur varðar heimild leigusala til að fá greiddar beint til sín húsnæðisbætur og sérstakan húsnæðisstuðning sem leigjandi á rétt á. Þá er einnig ágreiningur um hvort leigjandi eigi rétt á lækkun/niðurfellingu á leigu sem og skaðabótakröfu vegna rakaskemmda í báðum íbúðum sem hann telur að hafi valdið sér heilsutjóni.

Í leigusamningi aðila kom fram að leigjandi heimili að húsnæðisbætur og sérstakur húsnæðisstuðningur greiðist beint til leigusala. Heimild er í 3. gr. a í húsaleigulaga að leigusali geti krefjast þess að húsnæðisbætur greiðist beint til hans. Aftur á mót er ákvæðið bundið við húsnæðisbætur og tekur samkvæmt orðanna hljóðan ekki til hússnæðisstuðnings. Telur kærunefndin því  ákvæði í leigusamningi vera ólögmætt og ber leigusala að endurgreiða húsnæðisstuðning er hann hefur fengið greiddan frá 1. september 2021.

Samkvæmt gögnum málsins kom upp leki í fyrra leiguhúsnæði með þeim afleiðingum að raki myndaðist en þó ekki það mikill að húsnæðið teldist vera óíbúðarhæft. Einnig var tekið sýni fyrir myglu sem reyndist neikvætt. Þar sem þörf var á meiriháttar framkvæmdum fékk leigjandi úthlutað nýrri íbúð í sömu götu. Sú íbúð var með geislahita og að sögn leigjanda var kalt í henni. Brást leigusali við með því að útvega rafmagnsofn og fyrirhugað var að leggja fyrir ofni í stofunni að fengnu leyfi frá húsfélagi. Þá verði ekki annað séð en að leigusali hafi einnig brugðist við athugasemd leigjanda vegna leka undir glugga í stofu.

Krafa leigjanda lýtur að því að hann telur vegna lekavandamála í báðum íbúðum og kulda í seinni íbúð búi hann við varanlegt heilsutjón sem leigusala ber að bæta. Þessu til sönnunar leggur leigjandi fram greinagerð sjúkraþjálfara og útprentun úr sjúkraskrá en kærunefndin fékk ekki ráðið að hvaða leyti þessi gögn eigi að renna stoðum undir þá staðhæfingu leigjanda að heilsutjón hans megi  rekja til ástands íbúðanna. Hvorki  liggi fyrir gögn sem staðfesta orsakasamband þar á milli né sem sýna fram á að íbúðirnar hafi verið óíbúðarhæfar. Með hliðsjón að framangreindu voru engin efni til þess að fallast á skaðabótakröfu leigjanda. Kröfu leigjanda um afslátt/lækkun á leigu var einnig hafnað þar sem leigusali brást þegar í stað við úrbótabeiðni leigjanda.

Niðurstaða: Leigusala bera að endurgreiða leigjanda sérstakan húsnæðisstuðning en öðrum kröfum leigjanda var hafnað.

Leigjendaaðstoðin notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar vistaðar!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á leigjendur.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur