Mál nr. 29/2021 úrskurður

Aðilar gerðu munnlegan leigusamning um tímabundna leigu frá 1. janúar 2019 til 30. júní 2019. Leigjandi fékk sendar myndir af leiguíbúðinni með húsgögnum og spurði hann leigusala hvort þau fylgdu með. Leigjandi reiddi fram tryggingu að fjárhæð 130.000 kr. sem hann greiddi inn á reikning leigusala 6. desember 2018 og greiddi 50.000 kr. fyrir hlut af leigugreiðslunni þann 8. desember. Ekki var gerður skriflegur leigusamningur. Þegar leigjandi fékk íbúðina afhenta voru engin húsgögn til staðar. Það hafi komið honum á óvart þar sem allt átti að hafa verið innifalið þ.m.t. húsgögn. Sonur leigusala hafði sagt leigjanda að leigusali myndi að endurgreiða tryggingaféð ef hann flytti út þegar í stað. Leigjandi flutti út  9. janúar 2019 enda var íbúðin ekki eins og honum hefði verið lofað og óíbúðarhæf. Sonur leigusala hafði endurgreitt 50.000 kr. en neitaði frekari endurgreiðslu.

Kærunefndin taldi rafræn samskipti leigjanda við son leigusala hvorki styðja það að endurgreiðslu tryggingafjárins hefði verið lofað né að leigusali hefði krafist þess að hann flytti þegar úr hinu leigða. Kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að leigjandi hafi með ólögmætum hætti rift leigusamningi aðila með því að flytja út 9. janúar 2019.

Niðurstaða: Leigjanda hafi borið að greiða leigu fyrir janúar og leigusala hafi verið heimilt að ráðstafa tryggingafénu til greiðslu leigunnar.

Leigjendaaðstoðin notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar vistaðar!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á leigjendur.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur