Mál nr. 29/2021 úrskurður

Aðilar gerðu munnlegan tímabundinn leigusamning frá 1. janúar 2019 til 30. júní 2019. Leigjandi kvaðst hafa haft samband við leigusala eftir að hann sá íbúð lausa til leigu. Sú íbúð hafi ekki reynst vera laus en leigusali hafi sent honum myndir af annarri íbúð. Á myndinni voru húsgögn og hafi leigjandi spurt hvort að þau fylgdu. Leigjandi lagði 130.000 kr. inn á reikning leigusala í desember 2018 og 50.000 kr. í janúar. Þegar leigjandi fékk íbúðina afhenta hafi engin húsgögn verið í íbúðinni hafði hann samband við son leigusalans er kvaðst ekki vitað neitt um húsgögnin en hann gæti hugsanlega hjálpað leigjanda að finna ódýr húsgögn. Efir nánar umhugsun telur leigjandi sig ekki geta búið í íbúðinni án húsganga og hefur samband við son leigusala sem, að sögn leigjanda, segist ætla að endurgreiða allt tryggingarfé.

Kærunefndin taldi ekki liggja fyrir nein sönnun þess efnis að sonur leigusala hafi lofað endurgreiðslu á tryggingarfé að fullu, en 50.000 kr. hafi þegar verið endurgreiddar. Einnig kvaðst leigusali ekki hafa farið fram á það að leigjandi flytti út og því verði miðað við að um ólögmæta riftun, að hálfu leigjanda, hafi  verið að ræða.

Niðurstaða: Kröfu leigjanda um endurgreiðslu tryggingarfé hafnað

Leigjendaaðstoðin notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar vistaðar!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á leigjendur.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur