Mál. nr. 24/2021 úrskurður

Aðilar gerðu tímabundinn leigusamning frá 15. júní 2020 til 31. maí 2021 um leigu á íbúðarhúsnæði. Í leigusamningi hafi verið tekið fram að framkvæmdir stæðu yfir í húsinu er myndu klárast um lok árs 2020. Samkvæmt leigusala myndu framkvæmdir ekki hefjast á morgnana fyrr en kl. 10.00. Strax við upphaf leigutíma hafi leigjandi orðið þess var að strax um kl. 8.00 hafi framkvæmdir hafist. Sendi hann ítrekaðar kvartanir á leigusala er lofaði að laga þetta en ekki staðið við það. Við upphaf árs 2021 var leigjanda ljóst að lok framkvæmda væri ekki í bráð. Leigjandi kvaðst hafa fundið fyrir miklum vanlíðan vegna hávaða og þurft að flýja hið leigða þar sem ekki hafi verið hægt að vinna vegna hávaða. Einnig gerði leigjandi athugasemd við að ekki voru reykskynjarar, slökkvitæki né eldvarnarhurð í hinum leigða.

Að sögn leigusala hafi hann leigt íbúðina út til þriggja leigjanda og hafi umræddum leigjandi gengið inn í leigusambandið að beiðni hinna leigjendanna. Leigusali viti því ekki hvort að þeir hafi kynnt fyrir honum leigusamninginn þar sem fram kom að framkvæmdir myndu standa yfir um óákveðinn tíma. Leigusali kveðst hafa reynt að takmarka hávaða eins og hann gat með því t.d. að framkvæmdir skyldu ekki hefjast fyrr en kl. 10.00 og verkefnum er miklum hávaða fylgdi skyldu framkvæmd eftir hádegi. Einnig tók leigusali fram að aðrir leigjendur væru í eigninni er aldrei hefði kvartað. Þar að auki bjó leigusali þar og var með heimaskrifstofu.

Kærunefndin taldi að ljóst að um umfangsmiklar framkvæmdir hafi verið að ræða á leigutíma. Þessu hafi fylgt mikil hávaða, aftur á móti var óumdeilt að framkvæmdir hafi þegar verið hafnar þegar leigjandi gekk inn í leigusamninginn. Fyrir lá að leigusali hafi reynt að koma til móts við leigjanda m.a. með því að spyrja hvenær hans vinnutími væri og vinna framkvæmdir miðað við það eins mikið og hægt var. Leigjandi hafi ekki getað lagt fram gögn þess efnis að leigusali hafi lofað að framkvæmdir hefðust ekki fyrr en kl.10.00 og hann hefði ekki staðið við það, verður leigjandi því að bera hallann af þessum sönnunarskorti. Kærunefndin taldi íbúðina ekki hafa verið í öðru ástandi en lýst var í leigusamningi og ætti því leigjandi ekki rétt til lækkunar leigu vegna framkvæmda. Krafa leigjanda um reykskynjara og slökkvitæki vantað var ekki andmælt af leigusala. Krafa um eldvarnarhurð var ekki studd með neinum gögnum frá leigjanda gegn andmælum leigusala er kvaðst uppfylla ákvæði byggingarreglugerðar ásamt stimpluðum teikningum.

Niðurstaða: Kröfu leigjanda um lækkun/afslátt leigu var hafnað. Leigusala ber að setja upp reykskynjara og slökkvitæki. Kröfu um uppsetningu eldvarnarhurðar var hafnað.

Leigjendaaðstoðin notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar vistaðar!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á leigjendur.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur