Mál nr. 27/2019 úrskurður

Aðilar gerðu með sér tímabundinn leigusamning á íbúð frá 9. mars 2018 til 31. mars 2019. Leigjandi lagði fram tryggingarfé að fjárhæð 350.000 kr. til tryggingar á réttum efndum á samningnum. Haustið 2018 fann leigjandi mikla fúkkalykt frá baðherbergi íbúðarinnar auk óþæginda í nefi, augum og þyngslum fyrir brjósti. Með tölvupósti til leigusala 18. september 2018 vakti hann athygli leigusala á aðstæðum sínum og talið brýnt að fenginn yrði fagmaður til að mæla raka í íbúðin en engin svör bárust frá leigusala. Að beiðni leigjanda gerði verkfræðistofa úttekt á húsnæðinu. Við skoðun kom í ljós að ýmis rakavandamál væru inni á baðherbergi og í svefnherbergi auk þess sem rakapöddur hafi fundist í kverk við gólf inni í svefnherbergi. Fram kom í skýrslu úttektaraðila að líkur væru á að vatn kæmi annaðhvort út frá vatnslögn að þvottavél eða frá rifum á fúgu í flísalögn sem liggi að sturtubotni. Að sögn leigusala hafi skemmdir inn á baðherbergi komið til vegna leka á þvottavélinni, en að þvottavél leigjanda hafi verið illa tengd og leki stafað frá henni.

Þann 15. janúar fékk leigjandi úthlutað félagslegt húsnæði og greiddi leigu frá þeim tíma. Leigjandi skilaði leigusala lyklum að íbúðinni 5. febrúar 2019 en tæmdi hins vegar ekki geymslu íbúðarinnar fyrr en 14. febrúar 2019. Leigjandi óskaði ítrekað eftir endurgreiðslu á tryggingarfé en leigusali hafnaði því m.a. þar sem hann var að bíða eftir svörum frá tryggingarfélaginu hvort skemmdir sem hafi orðið vegna leka frá þvottavélinni.

Kærunefndin taldi að miða bæri við að íbúðinni hafi verið skilað 14. febrúar 2019 en þann dag tæmdi leigjandi geymslu sem tilheyrði hinu leigða. Kærunefnd taldi að þar sem engin gögn lágu fyrir um að leigusali hefði gert skriflega kröfu í tryggingarféð innan fjögurra vikna frá skilum íbúðarhúsnæðisins hafi hann ekki gert kröfu í tryggingarféð innan lögbundins frests.

Niðurstaða: Leigusala bar að endurgreiða leigjanda tryggingarfénu ásamt vöxtum.

Leigjendaaðstoðin notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar vistaðar!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á leigjendur.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur