Mál nr. 19/2019 úrskurður

Aðilar gerðu tímabundinn leigusamning frá 1. febrúar 2018 til 31. janúar 2019 um leigu á íbúð. Að sögn leigusala hafði húsnæðið verið í góðu ástandi við upphaf leigutíma. Hins vegar við skil íbúðarhúsnæðisins hafi komið í ljós að mjög illa hefði verið gengið um íbúðina og skemmdir unnar. Til að mynda hafi hurð verið brotin, yfirborð eyju í eldhúsi skorin, vaskur sprunginn og sagað í skúffu í baðinnréttingu. Einnig hafi innréttingar í þvottahúsi verið teknar niður, íhlutir í uppþvottavél fjarlægðir, herbergi máluð án leyfis ofl. Þá hafði leigjandi greitt leigu fyrir 10 mánuði en gerður hafi verið leigusamningur til 12 mánaða. Leigusali krafðist þess að leigjandi greiddi bætur að fjárhæð 557.050 kr. vegna þeirra skemmda sem hann hafði valdið á hinu leigða á leigutíma. Þá gerði hann einnig kröfu um að leigjandi greiddi leigubætur vegna tveggja mánaða leigu, samtals að fjárhæð 690.000 kr.

Leigjandi skilaði húsnæðinu 30. nóvember 2018. Fyrir liggur að leigusali gerði bótakröfu innan fjögurra vikna frá þeirri dagsetningu og leigjendur höfnuðu henni 15. desember 2018. Leigusali hafði fengið matsmann til þess að framkvæma ástandsskoðun og skýrsla hans staðfesti skemmdir á hinu leigða og kostnað við úrbætur. Hins vegar var ekki gerð úttekt á hinu leigða við upphaf leigutíma. Þá óskaði leigusali einhliða eftir ástandsskoðun á íbúðinni við lok leigutíma en veitti leigjanda ekki færi á að gæta hagsmuna sinna með því að vera viðstaddur skoðun úttektarmanns.

Kærunefndin taldi að gegn mótmælum leigjanda hafði leigusali ekki sannað að skemmdir sem vísað var til í skýrslu úttektarmanns, hafi orðið á íbúðinni á leigutímanum, enda skýrslurnar ekki aflað í samræmi við ákvæði XIV. kafla húsaleigulaga. Var því kröfu um bætur vegna skemmda hafnað. Þá féllst kærunefndin heldur ekki á að leigjandi skyldi greiða helming kostnaðar vegna skýrslu úttektaraðila þar sem honum var ekki veittur kostur á að vera viðstaddir skoðun eða velja úttektaraðila. Loks féllst kærunefnd ekki á kröfu leigusala um að leigjanda bæri að greiða leigubætur sem samsvaraði tveggja mánaða leigu þar sem leigusali gerði ekki kröfu í tryggingaféð innan fjögurra vikna frá skilum húsnæðisins.

Niðurstaða: kærunefnd hafnaði öllum kröfum leigusala.

Leigjendaaðstoðin notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar vistaðar!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á leigjendur.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur