Mál nr. 25/2021 úrskurður

Riftun leigjanda. Skaðabótakrafa leigusala. Tryggingarfé. Úttekt. Málskostnaður lögmanns.

Aðilar gerðu með sér tímabundinn leigusamning um sumarhús. Sumarhúsið var leigt út með húsgögnum og lausamunum. Leigjandi hélt því fram að ástand sumarhússins hafi verið óásættanlegt frá byrjun. Fljótlega eftir að leigjandi flutti inn varð hann þess var að lagnir virkuðu ekki sem skyldi og neyddist hann því til að setja ný blöndunartæki því þau sem fyrir voru sköpuðu hættu. Mikill músagangur var einnig í leiguhúsnæðinu að vetri til og taldi leigjandi það því vera óíbúðarhæft. Þegar líða fór á veturinn hafi ástand lagnanna versnað og fór svo að þær stífluðust. Leigusali gerði tilraun til að laga lagnirnar en ekki tókst að laga frárennsli að fullu. Leigjandi rifti því leigusamningi á grundvelli þess að húsnæðið væri óíbúðarhæft. Leigusali hafi í kjölfarið sakað leigjanda um að hafa tekið muni úr húsnæðinu ásamt því að hann hefði ekki greitt leigu. Leigjandi hafnar alfarið þeirri ásökun að munir hafi verið teknir úr húsnæðinu. Eftir skil á  hinu leigða spyr leigjandi í tvígang hvort að úttektaraðili muni koma að taka út ástand hins leigða en fékk ekki svar við því. Leigusali lét aftur á móti framkvæma einhliða úttekt stuttu síðar.

Kærunefndin taldi riftun leigjanda vera lögmæta þar sem húsnæðið hafi verið óíbúðarhæft þar sem frárennsli var ekki í lagi. Einnig kom fram í samskiptum aðila að leigusali samþykkti riftunina og var því enginn ágreiningur um lögmæti hennar. Leigjandi skilaði af sér húsnæðinu um miðjan febrúar en hafði ekki greitt leigu fyrir þann mánuð. Taldi nefndin að leigjanda bæri að greiða leigu til þess tíma er hann skilaði húsnæðinu formlega. Nefndin hafnaði hins vegar skaðabótakröfu leigusala á þeim grundvelli að engin úttekt hefði verið framkvæmd fyrir leigutíma og úttekt við lok leigutíma hafi verið einhliða. Engin sönnun hafi verið lögð fram vegna þeirra muna er leigusali sakaði leigjanda um að fjarlægja. Leigjandi fór fram á að fá málskostnað greiddan vegna kærunnar.

Niðurstaða: Leigusala bar að endurgreiða leigjanda tryggingarféð að frádreginni hálfs mánaðar leigu, þ.e. fyrir þann tíma sem það tók leigjanda að tæma húsnæðið. Skaðabótakröfu leigusala var hafnað sem og kröfu leigjanda um málskostnað þar sem þótti ljóst að ekki væri um tilefnislausa kæru að ræða.

Leigjendaaðstoðin notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar vistaðar!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á leigjendur.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur