Mál nr. 20/2019 úrskurður

Leigjandi og leigusali gerðu tímabundinn leigusamning frá 17. janúar 2019 til 21. ágúst 2019 um leigu  á íbúð. Að sögn leigjanda hafi verið mikið ónæði vegna hávaða og tóbaksreyks frá öðrum leigjendum. Leigjandi hafi ekki getað sofið á næturnar, jafnvel með eyrna tappa, vegna óhljóða með þeim afleiðingum að hann fékk einungis 2-5 klukkustunda svefn. Leigjandi sendi nokkra tölvupósta til leigusala vegna málsins og bað hann um að minna aðra leigjendur á að vera tillitsamir og hljóðir eftir miðnætti til kl. 07:00, en hann hafi ekki svarað. Leigjandi hafi einnig beðið um flutning í annað herbergi í hljóðlegri byggingu en þeirri beiðni verið hafnað.

Eftir að kæra leigjanda var lögð fram stóð honum til boða af hálfu leigusala að losna fyrr undan leigusamningi, eða 3. maí 2019, og samkvæmt gögnum málsins hafði leigjandi þegar tekið á leigu aðra íbúð í eigu leigusala. Kærunefnd taldi að leigjandi hafði ekki lengur lögvarða hagsmuni af úrlausn kærunefndar þar sem ágreiningur málsins hefði liðið undir lok og leigjandi flutt úr íbúðinni.

Niðurstaða: Kæru leigusala var vísað frá kærunefnd.

Leigjendaaðstoðin notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar vistaðar!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á leigjendur.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur