Mál nr. 16/2019 úrskurður

Aðilar gerðu með sér tímabundinn leigusamningi frá 15. janúar 2017 til 15. janúar 2019 um leigu á íbúðarhúsnæði. Fljótlega eftir gerð leigusamnings kom í ljós að hið leigða var nýtt sem atvinnuhúsnæði þar sem m.a. fór fram sala á veitingum og varningi. Leigusali skoraði á leigjendur að láta af atvinnurekstri en það hafi ekki borið árangur og samningnum því verið rift. Leigjendur hafi þá hætt að greiða leigu en ekki skilað húsnæðinu.

Ágreiningur var á milli leigusala og leigjenda um hverjir væru aðilar leigusamningsins. Samkvæmt leigusamningi voru B og D leigutakar en heimild var í samningi fyrir C ásamt fjölskyldu hans að búa í eigninni. B skrifaði undir leigusamninginn ásamt því að vera á nefndur leigutaki í bankaábyrgð er lögð var fram fyrir réttum efndum leigusamnings að upphæð 440.000 kr.

Leigusali krafðist þess að viðurkennt væri að C bæri in solidum (óskipta)  ábyrgð á efndum samningsins með B og D.  Ekkert réttarsamband stofnast á milli leigusala og framleigjanda nema þegar leiguréttindi eru framseld. Þar sem því var ekki haldið  fram að um framsal leiguréttinda hafi verið að ræða féllst kærunefnd ekki á að C bæri ábyrgð á efndum leigusamnings gagnvart leigusala.

Með bréfi leigusala, dags. 9. júlí 2018, rifti hann samningnum þar sem leigjendur hefðu brotið gegn leigusamningi vegna afnota og breytinga þeirra á húsnæðinu sem sé íbúðarhúsnæði. Leigusali fór  fram á tafarlausa stöðvun á hvers kyns atvinnurekstri í húsnæðinu og að látið yrði af breytingum á því. Að öðrum kosti yrði höfðað útburðarmál á hendur þeim innan 10 daga frá undirritun.

Með bréfi  28. september 2018, var riftunin ítrekuð og þess krafist að húsnæðið yrði rýmt án tafar og lyklum skilað eigi síðar en 8. október 2018 og jafnframt skorað á leigjendur að greiða vangreidda leigu. Með bréfi leigusala til leigjanda, dags. 5. október 2018, voru þeir upplýstir um að leigusamningi hafi verið rift vegna leiguvanskila, enda hafi leiga ekki verið greidd að fullu.

Kærunefndin taldi óumdeilt að húsnæðið var afhent leigusala 7. janúar 2019. Fyrir liggur að leigusali gerði kröfu í bankaábyrgð leigjenda innan fjögurra vikna og var málinu skotið til kærunefndar húsamála innan tilskilins frests frá höfnun leigjenda á bótaskyldu. Samkvæmt leigusamningi aðila átti leigutíma að ljúka 15. janúar 2019 en leigjendur voru með umráð húsnæðisins til 7. janúar 2019. Kærunefnd taldi að leigjendum bæri að greiða leigu frá 1. október 2018 til þess dags sem leigusamningi átti að ljúka, þ.e. 15. janúar 2019.

Leigusali gerði einnig kröfu um að leigjendur bættu allt tjón sem hafi orðið af þeirra völdum á hinu leigða. Kærunefnd taldi leigusala  ekki heimilt að láta fara fram viðgerð á kostnað leigjanda þar sem leigusali hafði ekki áður gert leigjendum skriflega grein fyrir aðfinnslum sínum og hverra úrbóta var krafist. Þá gerði leigusali kröfu um að leigjendur greiði fyrir allt fjártjón sem hann varð fyrir vegna vanefnda á leigusamningi, m.a. vegna kostnaðar á útburðarmáli, 145.405 kr.

Niðurstaða: Leigjendum bar að greiða leigubætur vegna tímabilsins 1. október 2018 til 15. janúar 2019 vegna vangreiddrar leigu. Leigjendum bar einnig að bæta leigusala fjártjón hans vegna vanefnda þeirra á leigusamningnum að fjárhæð 145.405 kr.

Leigjendaaðstoðin notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar vistaðar!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á leigjendur.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur