Mál nr. 18/2021 úrskurður

Tímabundinn leigusamningur. Reykingar íbúa.

Leigjandi kvartaði til leigusala vegna reykinga annarra íbúa í sama húsnæði og taldi m.a. að það væri verið að reykja kannabis. Óskaði leigjandi eftir því að reykingar yrðu bannaðar í öllu húsinu ekki bara í sameign. Húsreglur kváðu á um að bannað væri að reykja á sameiginlegum svæðum. Leigusali hafði samband við aðra íbúa hússins og óskaði eftir því að passað yrði upp á það að reykingalykt bærist ekki fram í sameign. Einnig hugðist leigusali fara yfir allar hurðir til að athuga hvort þær væru ekki þéttar.

Kærunefndin taldi ekki nein gögn liggja fyrir sem sýndu fram á að reykt hafi verið í sameign hússins eða að íbúar hafi verið að reykja kannabis. Leigusali hafi gert það sem í hans valdi var til að hlutast um afnot annarra leigjanda í húsinu til að valda leigjanda ekki meiri óþægindum eða ónæði en venjulega getur talist.

Niðurstaða: Kröfu leigjanda um að leigusali grípi til frekari aðgerða vegna reykinga er hafnað.

Leigjendaaðstoðin notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar vistaðar!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á leigjendur.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur