Mál nr. 18/2019 úrskurður

Aðilar gerðu tímabundinn leigusamning frá 1. febrúar 2018 til 31. janúar 2019 um leigu á íbúð. Til tryggingar á réttum efndum leigjanda á leigusamningi aðila var gefin út ábyrgðaryfirlýsing banka að fjárhæð 500.000 kr. Að sögn leigjanda hafi leigusali tilkynnt honum þann 5. október 2018 að hann þyrfti að flytja út og skila lyklum að íbúðinni milli klukkan 12:00 og 13:00 þann 30.  nóvember 2018. Þrátt fyrir rétt leigjanda að dvelja áfram í íbúðinni flutti hann úr íbúðinni. Við skil íbúðarinnar hafi vantað ýmsa hluti í íbúðina sem leigjandi hafði ekki getað lagfært sjálfur og samþykkt að greiða fyrir. Leigjandi féllst á að greiða kostnað vegna millislár í forstofuskáp og tveggja gluggakrækna, samtals að fjárhæð 32.596 kr. Leigusali gerði hins vegar gert kröfu um greiðslu að fjárhæð 636.701 kr. úr ábyrgðartryggingu, meðal annars vegna seinkunar á afhendingu íbúðarinnar.

Kærunefnd taldi ljóst að leigusali gerði kröfu í trygginguna innan fjögurra vikna frá þeirri dagsetningu sem íbúðinni var skilað. Hins vegar vísaði hann ágreiningi um bótaskylduna hvorki til kærunefndar húsamála né dómtóla innan fjögurra vikna frá þeim degi sem leigjandi hafnaði kröfunni. Af þeirri ástæðu var tryggingin fallin úr gildi.

Niðurstaða: leigusali átti ekki rétt á að fá greiddar 467.404 kr. úr ábyrgðartrygging leigjanda.

Leigjendaaðstoðin notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar vistaðar!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á leigjendur.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur