Mál nr. 18/2022 úrskurður

Aðilar gerðu tímabundinn leigusamning frá 4. desember 2020 til 31. desember 2021 um leigu á íbúðarhúsnæði. Ágreiningur snýr að því hvort leigusala beri að endurgreiða leigjanda hluta af leigu þar sem hið leigða var minna en tilgreint var í leigusamningi.

Í leigusamningi aðila kemur fram að íbúðin er 89,7 fermetrar en ekki er þar að finna sérstaka lýsingu á íbúðinni og því sem henni fylgir. Við lok leigutíma er greitt fyrir flutningsþrif pr. fermetir og kemur þá fram að íbúðin er 69,8 fermetrar. Leigusali útskýrir þetta misræmi á þann hátt að gleymst hafi að draga frá fermetrafjölda á geymslu sem óumdeilt er að leigðist ekki með íbúðinni. Kærunefndin taldi að hafa beri hliðsjón af því að leigjandi skoðaði íbúðina án geymslu og samþykkti leiguverð eftir skoðun. Leiguverð var 225.000 kr. á  mánuði, bundið vísitölu neysluverðs. Ekki liggi fyrir gögn sem styðja að leiguverð  hafi verið úr hófi. Ákvæði 38. gr. húsaleigulaga kveður á um að þegar leiguverð sé ákvarðar miðað við fermetrafjölda skuli tilgreina í leigusamningi á hvaða forsendum stærðarútreikningur byggist. Ekki hafi verið á því byggt í leigusamningi að leiguverð ákvarðaðist miðað við fermetrafjölda. Einnig væri sú staðreynd að leigjandi áttaði sig ekki á því hver fermetrafjöldi hins leigða var fyrr en hann greiddi fyrir flutningsþrif í lok leigutíma styðji það að hann hafi ekki tekið eignina til leigu á grundvelli fermetrafjölda.

Niðurstaða. Kröfum leigjanda er hafnað.

Leigjendaaðstoðin notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar vistaðar!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á leigjendur.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur