Leigusala ber að greiða kostnað vegna viðgerðar á uppþvottavél.
Uppþvottavél sem fylgdi íbúð skv. leigusamningi bilar og leigjandi leggur út fyrir viðgerðarkostnaði en leigusali neitar að endurgreiða hann. Í 2. mgr. 19. gr. húsaleigulaga segir að leigusali skuli m.a. annast viðgerð á heimilistækjum sem teljast fylgifé húsnæðis, sýni leigjandi fram á að bilanir verði ekki raktar til vanrækslu eða yfirsjónar leigjanda eða fólks á hans vegum. Uppþvottavél er almennt ekki talin til fylgifés leiguíbúðar en í leigusamningi kemur fram að hún fylgi. Skv. leigusamningi átti leigjandi að bera allan rekstrarkostnað af uppþvottavélinni á leigutíma en leigusali átti að annast viðgerð á raftækjum og öðru fylgifé fasteigna. Skv. reikningi frá viðgerðaraðila var bilunin ekki rakin til leigjanda og féll því viðgerðarkostnaður á leigusala.
Niðurstaða: Leigusala gert að endurgreiða leigjanda útlagðan viðgerðarkostnað að fjárhæð 41.272 kr.