Mál nr. 14/2019 úrskurður

Leigusamningur: Bankaábyrgð

 

Aðilar gerðu ótímabundinn leigusamning um leigu á íbúð þann 18. júlí 2018. Við upphaf leigutíma greiddi leigjandi bankaábyrgð sem var 498.000 kr., eða sem nam þriggja mánaða húsaleigu. Þann 2. október 2018 óskaði leigjandi eftir því að losna sem fyrst undan leigusamningi með vísan til erfiðra fjárhags- og félagslegra aðstæðna. Leigusali sagði að greiða þyrfti leigu þar til hann fyndi nýjan leigjanda. Samkomulag komst á með aðilum að leigutíma gæti lokið fyrr en samningur gerði ráð fyrir að því gefnu að nýr leigjandi fyndist. Aðilar gerðu samkomulag um að leigjandi afhenti eignina 30. nóvember og leigusali myndi taka af tryggingu til greiðslu leigu vegna desember 2018 sem og janúar og febrúar 2019 ef hann væri ekki kominn með leigjanda á þeim tíma liðnum. Leigusali lofaði að auglýsa íbúðina og finna nýja leigjendur sem fyrst en þegar leigjendur höfðu samband við leigusala til að fá upplýsingar um útleigu var lítið um svör. Eftir nokkrar tilraunir fengust þau svör frá leigusala að hann liti svo á að uppsagnartími væru sex mánuðir. Þessu vildu leigjendur ekki una.

Kærunefnd taldi að þar sem leigusali lagði ekki fram neitt til stuðnings þeirri fullyrðingu sinni að hann hafi reynt að leigja eignina út að nýju væri því ósannað hvort leigusali hafi reynt að takmarka tjón sitt. Gera mætti ráð fyrir því að leigusali hefði getað komið eigninni aftur í útleigu innan mánaðar, hefði hann gert nauðsynlegar ráðstafanir til að takmarka tjón sitt. Þar sem hann hafi ekki gert það féllst kærunefnd á að hann ætti ekki rétt á leigubótum til lengri tíma en sem nemur leigu vegna desember 2018.

Niðurstaða: Leigusala var óheimilt að ganga að bankaábyrgð leigjanda nema vegna greiðslu leigu fyrir nóvember og desember 2018.

Leigjendaaðstoðin notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar vistaðar!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á leigjendur.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur