Mál nr. 138/2020 álit

Leigusamningur. Kostnaður vegna útkalls öryggisvarðar.

Við upphaf leigutíma var leigjanda gerð grein fyrir því að ef að reykskynjari færi í gang við eldamennsku þyrfti leigjandi að afboða útkall Securitas, fara að brunaviðvörunarkerfi og slökkva á bjöllu og enduræsa svo kerfið skv. leiðbeiningum. Þetta væri mikilvægt til að leigjandi yrði ekki fyrir „gríðalegum kostnaði“ vegna útkalls Securitas. Þann 13. september fer reykskynjari leigjanda í gang. Samkvæmt leigjanda tók það langan tíma að slökkva á bjöllunum því þær byrjuðu alltaf aftur og tók því langan tíma að endurræsa kerfið. Þegar leigjandi var að hringja inn í Securitas hafði öryggisvörður mætt og var útkallið því skráð. Í kjölfarið fær leigjandi kröfu í heimabanka vegna útkalls. Í leigusamningi aðila voru ítarlegar leiðbeiningar um öryggiskerfið og hvernig skyldi bregðast við ef reykskynjari færi í gang og ekki væri um elda að ræða. Einnig að kostnaður vegna útkalls myndi lenda á viðkomandi leigjanda.

Kærunefndin rakti ákvæði samningsins þar sem fram kom að viðkomandi kerfi væri í húsinu og hvernig bregðast ætti við ef það færi í gang m.a. vegna reykskynjara. Nefndin taldi leigjanda ekki hafa farið eftir fyrirmælum í samningi né þeim leiðbeiningum er héngu víðsvegar um húsnæðið. Byrja átti á því að afboða Securitas, slökkva svo á bjöllum og að endingu endurræsa kerfið. Þetta verði að teljast eðlileg forgangsröðun er leigjandi sinnti ekki sem leiddi til þess að öryggisvörður kom.

Niðurstaða: Leigjanda gert að bera kostnað vegna útkalls öryggisvarðar.

Leigjendaaðstoðin notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar vistaðar!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á leigjendur.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur