Mál nr. 124/2020 úrskurður

Krafa leigusala í bankaábyrgð leigjanda. Úttekt. Tímamörk.

Aðilar gerðu með sér tímabundinn leigusamning frá 15. ágúst 2019 til 15. ágúst 2020. Úttekt var framkvæmd við upphaf leigutíma að báðum aðilum viðstöddum. Leigjandi lagði fram bankaábyrgð að upphæð  990.000 kr. Við lok leigutíma taldi leigusali að skemmdir hafi orðið á íbúðinni og sendi í kjölfarið tölvupóst þann 28. ágúst 2020 með athugasemdum um ástand íbúðar. Sama dag svarar leigjandi og hafnar öllu tjóni nema á borðplötu og samþykkir að greiða 50.000 kr. fyrir það tjón. Í framhaldi af svari leigjanda aflaði leigusali sér einhliða úttektar á húsnæðinu þann 7. september. Leigjanda var ekki gert viðvart um úttekt né boðið að vera viðstaddur. 14. september gerir leigusali kröfu í bankaábyrgðina að fullu þ.e. 990.000 kr. Þann 23. október ítrekar leigjandi fyrri mótmæli og býður enn 50.000 kr. vegna borðplötu. Þann 4. nóvember lagði leigusali fram kæru til nefndarinnar.

Kærunefndin telur ekki liggja fyrir að leigusali hafi gert skriflega kröfu í tryggingarfé innan 4. vikna eins og honum bar skv. húsaleigulögunum. En leigjandi hafi ekki andmælt því að hafa ekki fengið vitneskju um kröfu leigusala í ábyrgðina innan tilskilins frests. Taldi því nefndin að málið hefði verið borið undir nefndina innan tilskilinna fresta.

Nefndin hafnar úttekt leigusala á þeirri forsendu að leigjandi hafi ekki fengið að vera viðstaddur og úttekt hafi verið einhliða. Úttektin hafi ekki verið í samræmi við ákv. húsaleigulaganna. Af þessu leiðir að ekki er hægt að fallast á kröfu leigusala á viðurkenningu á bótaskyldu að undanskildum 50.000 kr. sem leigjandi hafði fallist á að greiða.

Niðurstaða: Leigjanda greiðir úr bankaábyrgð 50.000 kr. öllum öðrum kröfum leigusala var hafnað.

Leigjendaaðstoðin notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar vistaðar!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á leigjendur.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur