Ágreiningur um bótaskyldur leigjanda vísað of sent til kærunefndar.
Aðilar gerðu með sér tímabundinn leigusamning frá 1. mars 2020 til 30. júní 2020. Lagði leigjandi fram ábyrgðatryggingu við upphaf leigutíma. Leigjandi flutti út í lok júlí 2020. Við skil á eigninni taldi leigusali að tjón hafi orðið og gerði skriflega kröfu til leigjanda í ágúst 2020. Leigjanda hafnaði kröfunni að undanskildu tjóni á stól sem hann viðurkennir að hafa brotið og bauðst til að greiða fyrir 10.000 kr. Einnig bauðst hann til að taka helmings þátt í viðgerð á parketi á tveimur herbergjum í samkomulagsskyni. Þann 24. ágúst 2020 sendir leigusali tölvupóst á leigjanda og fer ítrekað yfir þær kröfur sem hann hefur þegar gert. Leigjandi svarar þessum pósti 26. ágúst 2020 og óskar eftir myndum af hinu leigða bæði fyrir og eftir leigutíma. Þann 1. september 2020 óskar leigjandi eftir betri myndum og þá væri hægt að ræða kröfurnar frekar. Leigjandi móttekur myndir og svarar leigusala þann 3. september 2020 að skemmdir á parketi séu sýnilega við upphaf leigutíma. Leigjandi bauðst til að ljúka málinu með greiðslu 236.920 kr. ella væri ekkert annað í stöðunni en að leggja kæru inn til kærunefndarinnar.
Kæra leigusala barst til kærunefndarinnar þann 15. okóber 2020 taldi nefndin að virtum framangreindum gögnum málsins að leigusala hafi að minnsta kosti átt að vera það ljóst í tölvupóstssamskiptum þann 3. september 2020 að ágreiningur væri um bótaskyldu leigjanda. Þar með hafi kæra ekki borist innan lögbundins frest er ábyrgð varnaraðila fallin úr gildi með vísan til 8. mgr. 40. gr. húsaleigulaga.
Niðurstaða: Kröfum leigusala var hafnað að því undanskildu að hann ætti rétt á því að fá greitt 10.000 vegna stóls er leigjandi viðurkenndi að hafa brotið.