Mál nr. 117/2020 úrskurður

Leigusala heimilt að ganga að hluta tryggingarfjár. Lögmannskostnaður.

Ótímabundinn leigusamningur var gerður þann 1. ágúst 2016 og lögð var fram tryggingin að fjárhæð 290.000 kr. Leigjandi tilkynnti leigusala í janúar 2020 að sprunga hefði komið í sturtubotn en leigusali kom aldrei til að skoða eða láta laga hann. Leigjandi hafi því gert við sturtubotninn til bráðabirgða. Eftir að leigutíma lauk hafi leigusali gert kröfu í tryggingarfé upp á 244.885 kr. Leigjandinn hafnaði þessari kröfu og vísaði málinu til kærunefndarinnar. Taldi leigjandinn að leigusali hefði getað bætt tjónið á ódýrari hátt.

Kærunefndin taldi engan vafa liggja á því að leigjandi bæri ábyrgð á sturtubotninum enda hafði leigjandinn viðurkennt sök. Á reikningi hafi komið fram að leitað hefði verið að sambærilegum botni en hann ekki fundist. Nefndin taldi því að leigjandi ætti að bera kostnað af efni og helmings kostnaðar við vinnulið. Leigusali fór einnig fram á það að leigjanda yrði gert að greiða fyrir sinn lögmannskostað vegna málsmeðferðarinnar hjá nefndinni. Nefndin taldi sig ekki hafa heimild nema þegar um er að ræða tilefnislausar kærur en svo hefði ekki verið í þessu tilfelli.

Niðurstaða: Leigusala var heimilt að halda eftir 106.615 kr. en skila eftirstöðvum tryggingarfjársins 183.385 kr. Kröfu vegna lögmannskostnaðar er hafnað.

Leigjendaaðstoðin notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar vistaðar!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á leigjendur.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur