Mál nr. 11/2021 úrskurður

Riftun leigjanda á tímabundnum leigusamningi. Málskostnaður. Umboðsaðili.

Aðilar gerðu með sér tímabundinn leigusamning frá 1. október 2020. Þann 2. október sendir leigjandi smáskilaboð til umboðsmanns leigusala þar sem hann lýsir yfir  óánægju með húsnæðið. Það sé mikill hávaða  frá efri hæð hússins þar sem leigusali sé með Airbnb íbúð. Leigjandi gerir sömu athugasemd næsta dag ásamt því að fara fram á endurgreiðslu á þeim fjármunum er hún hafði þegar greitt. Við upphaf leigutíma greiddi leigjandi 160.000 kr. í leigu ásamt 480.000 kr. í tryggingu. Leigusali kveðst hafa brugðist strax við og gert leigjendum uppi að fara úr íbúðinni. Þann 5. október tilkynnti leigjandi umboðsmanni að hún væri búinn að finna sér aðra íbúð og væri búin að tæma íbúðina og fór fram á endurgreiðslu á tryggingarfé. Var leigjanda tjáð af umboðsmanni að hún þyrfti að skila lyklunum sem allra fyrst því leigusali gæti „rukkað hana fyrir þá daga sem hún væri með þá“. Í smáskilaboðum þann 9. október staðfestir umboðsmaður við leigjanda að hann fengi millifært inn á sig fljótlega. Leigusali endurgreiddi 120.000 kr. en hélt eftir tryggingarfé. Einnig gerði leigusali athugasemd að riftun hefði borist umboðsmanni en ekki honum sjálfum.

Kærunefndin taldi að miðað við samskipti aðila þá hefði leigusali samþykkt riftunina, enda hafði umboðsmaður hans óskað eftir lyklum og tjáð leigjanda að þangað til þeim væri skilað yrði hann rukkaður um leigu. Nefndin taldi að leigjanda hafi verið heimilt að beina athugasemdum sínum til umboðsmann leigusala enda voru þær teknar til úrlausnar. Taldi nefndin að komist hefði á samkomulag milli aðila að eftir að lyklum yrði skil yrði leigjandi ekki krafin um frekari leigu.

Niðurstaða: Leigusala ber að skila tryggingarfé í heild sinni ásamt 3.873 kr. í ofgreidda leigu.

Leigjendaaðstoðin notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar vistaðar!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á leigjendur.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur