Search
Close this search box.

Ársskýrsla Leigjendaaðstoðarinnar 2024 – Aukning í fjölda erinda

Leigjendaaðstoðin gefur árlega út skýrslu sem helstu upplýsingar og tölfræði frá liðnu starfsári.

Árið 2024 bárust Leigjendaaðstoðinni alls 1.129 erindi sem var töluverð fjölgun frá árinu 2023. Algengt er að Leigjendaaðstoðinni berist um þúsund erindi á ári hverju sem endurspeglar eftirspurn eftir þessari þjónustu. Langstærsti hluti erinda berst eðli máls frá leigjendum en aukning hefur orðið á fjölda leigusala sem leita aðstoðar og bárust rétt undir 200 slík erindi árið 2024.

Undanfarin þrjú ár hefur um þriðjungur fyrirspurna til Leigjendaaðstoðarinnar borist á erlendu tungumáli og er athyglivert að rýna í það hvort greinarmunur sé á eðli fyrirspurna eftir tungumálum. Árið 2024 var t.d. mun algengara að fyrirspurnir á erlendu tungumáli vörðuðu kærunefnd húsamála en þær sem bárust á íslensku. Eins laut mun hærra hlutfall fyrirspurna á íslensku að ástandi eigna og viðhaldsskyldum en þeirra sem bárust á erlendri tungu.

Stærsti málaflokkurinn heilt yfir varðaði tryggingarfé en þar eru það helst leigjendur sem leita aðstoðar vegna örðugleika við að fá tryggingarfé sitt endurgreitt. Mjög algengt er að ágreiningur komi upp milli aðila við skil á leiguhúsnæði. Skiptar skoðanir geta þá verið á því hvort rispur í parketti, naglaför í veggjum, högg á innréttingum og þar handan, teljist bótaskylt af hálfu leigjanda eða flokkist fremur sem eðlileg slit.

Næst algengastar voru fyrirspurnir er sneru að viðhaldsskyldum en að meginstefnu til hvílir það á leigusala að sjá um alla helstu viðhaldsþætti nema um annað hafi verið samið sérstaklega. Fyrirspurnir af þessum toga snúast gjarnan um úrræði leigjanda ef leigusali sinnir ekki slíkum beiðnum.

Í skýrslunni eru jafnframt reifað athygliverð mál samanber eftirfarandi:

Bágborið ástand á leiguhúsnæði

Á vormánuðum 2024 rataði mál í fréttir sem sneri að leiguhúsnæði í Hafnarfirði. Báðir aðilar voru sammála um að húsnæðið teldist seint „leiguhæft“ og snerist ágreiningur þeirra fyrst og fremst um efndaskyldur. Málið hafði þá sérstöðu að báðir aðilar höfðu lýst sínum sjónarmiðum í fjölmiðlum áður en það kom á borð Leigjendaaðstoðarinnar. Auk þess var báðum aðilum ljóst um bágborið ástand eignarinnar fyrir samningsgerð. Leigjandi krafðist endurgreiðslu á þeim leigugreiðslum sem inntar höfðu verið af hendi meðan á leigunni stóð en leigusali krafðist leigugreiðslna fyrir það tímabil sem leigjandi hafði verið í eigninni án þess að greiða leigu. Þegar málið fór fyrir kærunefnd húsamála lágu fyrir skýrslur frá Heilbrigðiseftirlitinu annars vegar þess efnis að húsnæðið væri heilsuspillandi og hins vegar tilkynning sem lagði bann við frekari afnotum að óbreyttu. Í niðurstöðu nefndarinnar var lögð áhersla á þá staðreynd að þrátt fyrir umræddar skýrslur hefði leigjanda verið kunnugt um ástand eignarinnar frá upphafi leigutíma og hagnýtt eignina út apríl. Féllst nefndin þar með á kröfu leigusala um leigubætur

Hér má sjá árskýrslu Leigjendaaðstoðarinnar fyrir árið 2024.

Leigjendaaðstoðin notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar vistaðar!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á leigjendur.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur