Ótímabundinn leigusamningur. Kostnaður vegna hitunar.
Leigjandi taldi sig hafa ofgreitt hita á leigutímabili sínu. Fram kemur í húsaleigulögunum að að leigusali greiðir vatns-, rafmagns- og hitunarkostnað í hinu leigða þó er heimilt að víkja frá þessari skiptingu. Í leigusamningi aðili er sérstaklega tekið fram að leigjandi greiðir rafmagn, hita og gjöld í hússjóð samkvæmt upplýsingum/innheimtu frá húsfélagi. Leigusali lagði fram reikninga til staðfestingar á notkun leigjanda.
Kærunefndin taldi ekki tilefni til að fallast á kröfu leigjanda þar sem ekkert í málinu benti til þess að hitakostnaður leigjanda hafi verið of hár.
Niðurstaða: Krafa leigjanda um endurgreiðslu hafnað.