Search
Close this search box.

Mál nr. 6/2021 úrskurður

Ástand leiguhúsnæðis. Framlenging leigusamnings.

Aðilar gerðu tímabundinn leigusamning sem gilti frá 1. október 2019 til og með 1. október 2020. Krafa leigjanda fyrir kærunefndinni er að viðurkennt verði að komist hafi á ótímabundinn leigusamningur eftir að tímabundnum samningi lauk. Einnig að leigusala bæri að klára þá annmarka sem séu á eigninni, til dæmis að ganga frá lóð og eldvarnarmálum. Leigjandi sendi úrbótakröfu á leigusala þann 16. október 2020 með fyrrgreindum kröfum. Nefndin taldi að þar sem umrædd krafa hafi fyrst komið fram að leigutíma liðnum hafi leigjandi glatað kröfu sinni til úrbóta skv. 16. gr. húsaleigulaga. Í 59. gr. sömu laga segir að líði átta vikur fá því að leigutíma lauk samkvæmt uppsögn ótímabundins leigusamnings eða ákvæðum tímabundins leigusamnings, og leigusali hefur ekki skorað á leigjanda að rýma eignina, myndast ótímabundinn leigusamningur á milli aðila.

Niðurstaða. Kröfu leigjanda um að leigusali bæti úr þeim annmörkum er hann taldi vera á eign var hafnað. Ótímabundinn leigusamningur var kominn á á milli aðila með 6 mánaðar uppsagnarfresti.

Leigjendaaðstoðin notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar vistaðar!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á leigjendur.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur